Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 7
7
skólanum, stendur þeim til boða mikill fjárstyrkur, hvort sem þeir
vilja heldur fara utan, á háskólann, eða lesa hjer við presta- eða
læknaskólann. Eðlileg afleiðing af þessu er, að ofmikill fjöldi
gáfaðra og framgjarnra unglinga ginnist inn á þessa embættisleið,
en afrækir aðrar leiðir, sem kannske væri bæði sjálfum þeim og
þjóðinni miklu hollara að þeir gengju. Þegar þeir svo engin
embætti geta fengið hjer, leita þeir af landi burt. Ekki allfáir Is-
lendingar hafa af þessum ástæðum sezt að í Danmörku og sumir
farið til Ameriku. En er það nú rjett, að vjer, þessi fátæka þjóð,
sjeum að ala upp embættismenn handa öðrum þjóðum? Væri ekki
nær að verja því fje, sem nú gengur i ölmusugjafir til embættis-
mannaefna, til að mennta aðra atvinnuflokka í landinu ? Það er ein
mótbára, sem alltaf kemur fram, þegar talað er um að minnka
ölmusurnar við latínuskólann, og hún er sú, að það sje synd að
gera það, af því að maður með því hindri efnilega fátæka pilta frá
að ganga þá leið. En þessi mótbára er ekki ægileg í vorum aug-
um. Fyrst og fremst er nú að athuga, að synd gagnvart einurn
einstaklingi vegur ekkert á móti synd gagnvart heilli þjóð. Og að
þetta sje synd gagnvart þjóðinni hefur sýnt sig í því, að einmitt
þetta háttalag hefur orðið þess valdandi, að vjer höfum misst alla
vora beztu hæfileikamenn af hinni praktisku leið lífsins. Hvers
vegna eigum við svo fáa menntaða bændur, verzlunarmenn, iðn-
aðarmenn o. s. frv. ? Af því að allir hinir framgjörnustu hæfi-
leikamenn vorir hafa verið ginntir inn á embættisleiðina. Það gat
verið sök sjer, meðan svo var ástatt hjer á landi, að leiðin gegn
um latinuskólann var svo að segja eini vegurinn til mennta. Þá
gat hin ofannefnda mótbára haft við rök að styðjast. En nú eru
til aðrir skólar, sem geta veitt fullt eins notasæla menntun fyrir
lífið eins og latínuskólinn, og því engum fyrirmunað að leita sjer
menntunar, þó leiðin gegnum hann sje gerð dálítið þrengri og
ógreiðfærari. Með því væri því ekki drýgð synd gagnvart nein-
um einstaklingi, heldur einungis framið góðverk á þjóðinni og
líklega um leið á mörgum þeim einstaklingi, sem annars hefði
kannske ófyrirsynju álpazt út á lærða veginn sjer til skaða og skap-
raunar síðar meir. Vilji menn koma með þá mótbáru, að hinir
skólarnir sjeu enn svo ófullkomnir, þá er ráð við því, og það er
að verja því fje, sem nú er varið í ölmusur til embættismanna-
efna, til þess að bæta þá. Það er nú svo komið, að vjer fáum
nóga embættismenn, þó vjer kaupum ekki vonina í þeim dýrum