Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 22
22 búið austur á landi. Hafði honum græðzt þar fje allmikið; hann var maður barnlaus, og kona hans dáin á undan honum. Hann hafði andazt veturinn áður; erfingjar vóru engir þar eystra, og ekki aðrir til en börn Hólmfríðar systur hans. Arfurinn hafði hlaupið nálægt 5000 krónum eptir virðingarverði; lausafje hafði verið selt um vorið á uppboði, og selzt talsvert fram yfir virðingu. Jón hafði nýlega fengið tilkynningu um arf þenna frá sýslu- manni, og þarmeð hafði hann beðið hann að finna sig viðvíkjandi ráðstöfun á jörðum, er í arfinum vóru. Hatði Jón brugðið við, er hann gat því við komið, og fundið sýslumann. Tók hann þar á móti ýmsum skjölum, er arfinn snertu, og send höfðu verið til sýslumanns. En á heimleiðinni úr þessari ferð drukknuðu þeir feðgar eins og áður er frá sagt. IV. Presturinn reið frá Hamravík að Vjegeirsvík, og sagði þar sorgartiðindi þessi. Þuríður varð mjög sorgbitin, lagðist inn í rúm og flóði í tárum. Henni hafði þótt svo vænt um þá, föður sinn og bróður. Þorkell tók tíðindunum stillilega, en spurði prestinn að eins, hvor þeirra feðga mundi hafa drukknað fyrri. Prestur sagði honum, að sjer hefði skilizt svo saga þeirra hjá- leigubændanna, að Bjarni hefði drukknað á undan föður sínum. Það væri áreiðanlegt, þeir hefði sagt það. Þorkell jánkaði við því, spjallaði um hitt og annað, sem fyrir hafði komið í sveitinni, og var hinn brattasti. Síðan reið prestur heim. Um kvöldið sagði Þorkell smalanum að koma með hann Rauð sinn um leið og hann kæmi heim með ærnar í fyrramálið; hann þyrfti að skreppa út á bæi. Um morguninn reið hann af stað, og reið mikinn; ljetti hann ekki reiðinni fyrri en hann kom að Hamravíkurhjáleigunni all- tímanlega dags, aflíðandi dagmálum. Var það jafnsnemma, að hann reið i hlaðið, og þeir bændurnir vóru að sækja góðan dag- inn út; veður var ið fegursta. Hann tók þá þegar tali, og fjekk þá með sjer upp fyrir bæ- inn; þar var hóll einn lítill, og laut sunnan í hólinn; sást þaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.