Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 79
79 manna, er færir sje unr að semja ýms af þeim ritum, sem lofað er, svo að í nokkru lagi sje. Erfitt hyggjum vjer og að stundum verði að finna þá, sem geta búið til sumar af íslenzku myndunum. En þessir menn fæðast kannske, úr því að ritsafnið er komið á fót og þarf á þeim að halda. • Fyrsta bindi af ritsafni þessu er þegar komið út, og heitir: ÞYRNAR, nokkur kvæði, eptir porstein Erlingsson. Er því ekki að neita, að þar er vel á stað riðið. Reyndar er samkvæmni í rjettritun og prófarkalestur þar nauðaófull- kominn, en að öðru leyti er frágangurinn hinn bezti, og mynd höfundarins, sem fylgir kvæðunum, rnjög góð. Að því er kvæðin sjálf snertir, þá er óþarfi að fjölyrða um þau, því bæði þekkja lesendur vorir sum þeirra af eigin reynd og svo hefur skáldskap Þorsteins verið lýst áður í riti voru (EIMR. I, 121—125). Var þar tekið ífam, að Þorstein mætti hiklaust setja efstan hinna yngri skálda, og staðfestir þetta kvæðasafn þann dóm fyllilega, því þar er hvert kvæðið öðru betra, og ekkert, er vatnsbragð sje að. Teljum vjer vafasamt, hvort nokkurn tíma hefur komið út á íslenzku kvæðasafn með meiri skáldsnilli spjaldanna á milli, og er þá mikið sagt. Auðvitað eru í safninu margir hvassir þyrnar,. sem hljóta að særa margan trúaðan mann. En þetta getur með engu móti rýrt skdld- legl gildi kvæðanna, því skáldlistin sjálf er ekki bundin við neina trú. Það er ekki minni skáldleg íþrótt fólgin í því, að skapa þyrna, sem svo eru hvassir og sárir, að þá logblæðir, sem ætlað er að stinga sig á þeim, heldur en að skapa ilmandi litfagrar rósir, sem skemmt geti vitum náungans. Annað mál er það, hvort er affarasælla, til þess að öðlast vinsældir og viðurkenning. Þeir, sem dirfast að neita hinum miður kristilegu kvæðum Þorsteins um skáldlegt gildi, hljóta annaðhvort að vera blindir af trúarofsa, eða þeim er ekki ljóst, hvað skáld- skapur er. G. V. ENSK-ÍSLENZK ORÐABÓK. Eptir G. T. Zoega. Rvík 1896. Bók þessi kemur í góðar þarfir og er líka svo úr garði gerð, að hún er bæði höf. og kostn- aðarmanni hennar (Sigurði Kristjdnssyni) til sóma. Til þess að bókin yrði ekki allt of dýr, hefur höf. gert sjer far um að gera hana svo stutta, sem framast mátti verða, og er þá ætíð úr vöndu að ráða, hverju skuli sleppa og hvað taka. En í þessu efhi virðist höf. hafa verið mjög heppinn í vali sínu, og hyggjum vjer, að fátt vanti, sem með sanngirni verður heimtað að finnist í slíkri bók, sem þessi er. Stórmikill kostur er það og, að framburður hinna ensku orða er allsstaðar sýndur milli sviga, og fáum vjer ekki betur sjeð, en að hann sje yfirleitt svo nákvæmlega og rjett táknaður, sem kostur er á að gera á prenti. Þó hefði stundum mátt hafa framburðartáknanina enn skýrari. Þannig teljum vjer vafa- samt, hvort mörgum Islendingi muni ekki hætta við að lesa t. d. enska orðið »full«, sem sagt er að frambera eigi fúll, eins og íslenzka lýsingarorðið »fúll«, þótt lítilsháttar og hálfógreinileg athugasemd um I-hljóðið standi í skýringargrein framan við bókina. Að vorri hyggju hefði heppilegra verið að tákna framburð- inn á þessu orði með fúl-l, því það mundi enginn hafa misskilið. Hinar íslenzku þýðingar virðast yfir höfuð góðar og sumir nýgervingar mjög heppilegir (t. d. deggbjörg—Tgaiter«). Þó mætti hjer að ýmsu finna, ef við væri leitað. Þannig furðar oss á, að sjá t. d. »ordeal« þýtt með gubsdómur (d. gudsdom), en alveg gengið firam hjá gullaldarorðinu skírsla, sem táknar nákvæmlega hið sama. Kyn- legt er og að sjá ekki lundir nefnt við þýðinguna á nsirloinc, og eins finnst oss, að opt hefði mátt nota gömul gullaldarorð, þar sem það er látið ógert. Þannig hefði mátt þýða »able< og »accomplished« með gjörvilegur og »ability« og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.