Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 16
i6 anum smályptust upp, og dóu út aptur; myrkt var yfir í eld- húsinu, enn skíma út frá glóðinni. Henni sýndist eldurinn breyt- ast — breytast eins og í ólgandi sjó; og í einum stað glitti í út- brunninn öskuköggul. Henni sýndist hann eins og bátur í lögun, þár sem hann hjekk á milli tveggja öskuflaga á stefnunum; glóðin kulnaði meira og meira; öskuköggullinn hrapaði ofan í eimyrjuna og hvarf; hún rak upp hljóð og stökk upp; börnin vóru að gera sjer hús úr taðköglum á eldhúsgólfinu; þau hættu, og litu upp á hana stórurn augum; þau komu til hennar þegjandi, en hún leit ekki við þeim. Hún heyrði mannamál frammi i bæjardyrunum; hún hljóp þangað fram; það var fólkið að koma af engjunum. »Sæl vertu nú, Helga mín, þetta er ljóta andskotans veðrið« sagði Bjarni kaupi, og vatt úr húfunni sinni, »hann var ekki geðs- legur þarna fremra, þótti mjer.« »Nei, heldurðu nokkur maður komizt af, sem er á sjó núna?« spurði konan þunglamalega, eins og henni væri um megn að koma út orðunum.« »Ekki skil jeg það« sagði Bjarni, »þetta er afspyrnuforátta, og hríðin er eptir því; en úr öðru eins hefi jeg nú samt klórað mig fyrir sunnan, en hjer gera þeir það varla.« »Nei, það lifir enginn maður þetta á sjó« sagði Helga hálf- þurlega, og gekk inn. Fólkið fór inn á eptir henni. II. Helgu varð ekki svefnsamt um nóttina; hún hrökk upp hvað eptir annað, jafnskjótt og hún festi blund. Ruglingslegir, óvið- feldnir draumar þjáðu hana. Henni þótti ýmist, sem hún væri ein á litilli kænu úti á ólgandi reginhafi, og allt í kring um hana væri bátar að farast, eða henni fannst hún vera að volkast í öldu- rótinu, en hvenær sem einhver þessara báta kom nærri henni, sá hún þá feðgana, Jón og Bjarna, í honum, og þeir mændu til henn- ar vonaraugum úr lifsháskanum. En er hún ætlaði að róa til þeirra, vóru henni horfnar allar árarnar, og hún varð ráðalaus. Hún sá þær flækjast í löðrinu rjett hjá bátnum, en náði ekki til þeirra. Svo rak á snöggan byl, og bátnum þeirra feðganna hvolfdi. Bjarni hvarf, en Jón brauzt um í öldurótinu, þangað til hann sökk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.