Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 14
14
eins og byssuskot fram úr skörðunum beggja megin við Nátt-
málahnúkinn, að fáum var fært að varast þá. Þarna komu þeir
eins og örskot sitt úr hverri áttinni í kringum hnúkinn; optast
fyrst á hásunnan, svo á útsunnan, svo varð blíðalogn svo sem
hálfa mínútu, meðan hann var að sækja í sig veðrið; og svo kom
hann rjúkandi á norðvestan, alveg eins og byssuskot allra snöggv-
ast; svo varð hlje, og sletti smábyljum á vestan; þetta gekk upp
aptur og aptur; en ekki var nú samt ætíð að treysta á þessa röð;
það gekk alla vega til í kringum það, fellið það, sögðu þeir, sem
kunnugir voru — að minnsta kosti sá, sem sagði mjer þessa sögu.
Jón hreppstjóri í Hamravík hafði brugðið sjer inn i kaupstað
morgninum áður, og gert staðfastlega ráð fyrir því að koma aptur
í kvöld. Það var búizt við því, að hann hefði losað sig ekki
seinna en um hádegi, og farið þá af stað. Þá var hann ekkert
farinn að hvessa ytra, og því var konan hans, hún Helga, svo
hrædd um að hann hefði farið, eins og hann hafði gert ráð fyrir.
Hann var líka maður, sem var vanur að efna það sem hann sagði.
Reyndar var hann duglegur sjósóknari, hafði góðan bát, og
var allra bezti stjórnari. Hann hafði þrjá menn með sjer; einn
var Bjarni sonur hans, liðlegasti sjómaður, enn óharðnaðnr, ekki
nema 17 vetra að aldri. Hinir voru tveir miðaldra menn, sem
heima áttu í hjáleigu einni lítilli eða grasbýli þar neðan við túnið,
niðri við sjávarbakkann. Þeir hjetu Þortseinn og Halldór; höfðu
þeir ofan af fyrir konum og börnum svona allt að því eins og
þeir gátu, en ljetu guð, góða menn og sveitina bæta úr þvi, sem
til skorti.
— Hann var alltaf heldur að hvessa. Það setti útsynnings-
hryðjur ofan í drögin, og kernbdi hrakviðrið fram af Náttmála-
hnúknum eins og blágráa flík, sem lamdist fram á sjóinn.
Helga i Hamravík stóð frammi í bæjardyrunum, og horfði
hvast og stöðugt út á sjóinn. Hjá henni stóðu tvö börn ung,
piltur og stúlka, á að gizka á fjórða og sjötta árinu. Þau stóðu
lika, sitt við hvora hlið hennar, og horfðu líka út á sjóinn, af því
að þau sáu móður sína gera það.
En það var ekkert að sjá; sjóinn gryllti að eins, grábleikan,
með einlægum hvítum skellum og deplum, í gegnum hrakviðrið.
Hún starði samt. Biksvartur illviðrisbakkinn færðist yfir hægt og
hægt. Börnin voru eitthvað að blaðra, enn hún gaf því eng-
an gaum.