Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 35
35
✓
Um leið og hann gekk hjá Þorkeli, hálfglotti hann út á
vinstri vangann og hvíslaði: »Stóð jeg mig ekki vel?«
»Jú,« hvíslaði Þorkell, og ljet hann ganga hjá.
Þorsteinn settist hjá Halldóri, og sagði lágt um leið:
»Nú er eg búinn — og stattu þig nú, bölvaður heigullinn!«
Halldór hafði eins og staðið á öndinni á meðan Þorsteinn var
prófaður; það var eins og hann sæti á glóandi kolum, eða þyldi
ekki við fyrir flóm. En — fyrst Þorsteinn slapp svona vel •—
»það er nú um að gera fyrir mig að sleppa líka.«
Halldór var kallaður upp.
Hann stóð upp, gekk að stólnum og settist.
Hann var lágur maður vexti, lotinn í herðum, og gildastur
um miðjuna. Hann var ekki ósvipaður steinolíutunnu 1 vextin-
um. Hann var rauðleitur í andliti og bústinn, með moldgult hár
og skegg, fremur lýjulegt og var það ævinnlega úfið. Augnaráð-
ið var ódjarflegt, eins og augnalokin væri ofþung til þess, að hann
gæti horft beint framan í mann. Neðrivörin var dökk af húð af
tóbakslegi, sem þar hafði þornað og var holdgróin. I skegginu
sat skorpa af óhreinindum í hörundinu.
Sýslumaður fór nú að spyrja Halldór; sá var munur á fram-
komu hans og Þorsteins, að hann svaraði sem fæstum orðum
hann gat, en skýrt og glöggt. í öllu bar honum saman við Þor-
stein, enda vóru spurningarnar líkar. En þó að sýslumaður spyrði
hann einhvers annars, er þetta mál snerti, varaðist hann að segja
neitt það, er gæti komið 1 bága við það, sem Þorsteinn hafði sagt.
Eins var með spurningar prests; hann svaraði þeim svo, eins
og hann væri að snúa prest af laginu. Það þurfti enginn að frýja
. honum greindar, honum Halldóri, þegar hann nennti að taka á
því. Hann var þá viss með að sjá um sig.
Hann hafði staðið sig; það var ekkert meira um það að tala;
honum var leyft að fara; hann gekk til Þorsteins, og sletti sjer
niður á bekkinn aptur.
Presturinn og fylgdarmenn hans gátu ekkert meira.
Svo var ekki annað eptir en láta þá bændurna staðfesta sögu
sína með eiði. Þegar það væri búið, þá væri ekki framar um neitt
að tala. Jón hafði þá drukknað á undan syni sínum, og Bjarni
átti að taka arf eptir hann.
Það var þegar búizt við því, að láta þá vinna eiðinn.
3