Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 25
25 Svo litu þeir báðir á Þorkel. »Jæja, látum það vera, það sje ekki alveg bókstaflega satt, eptir því sem kallað er manna á milli, en það má opt ögn halla til sannleikanum, til þess að gera öðrum lítinn greiða, þegar eng- inn annar hefir illt af því. Mjer heyrðist ekki betur en þið væruð líka hálfgert á báðum áttum með það áðan, að Bjarni hafi áreiðan- lega drukknað fyrri en Jón. Eg sje ekki, að það sje neitt i því fyrir ykkur, að segja bara að Jón hafi drukknað fyrri; það hafa hvort ið er ekki verið aðrir áhorfendur en þið, og enginn þess vegna til að bera það. ofan í ykkur.« »Það er nú sjálfsagt, það er enginn til að bera það ofan í okkur; en við höfum sagt frá því, eins og það gekk til, bæði prest- inum og Helgu og svo fleirum, sem við höfum fundið.* »Ykkur getur hafa misminnt; það er svo algengt; en hvað um það —það verður nú tekið próf í því einhvern tírna, og þá skuluð þið bara segja, að Jón hafi drukknað fyrri.« »So — nú — og breyta þá . .?« Halldór horfði að eins á Þorkel, og lagði kollhúfur. »Já, það er ofur einfalt. Snúið þið bara sögunni við, og segið, að þegar mastrið brotnaði, hafi það skollið ofan á Jón, —- eg man ekki betur en þið segðuð, hann væri skemmdur á höfðinu þegar hann fannst — það hefur einmitt verið af því höggi — þetta liggur svo i augum uppi. En svo skuluð þið segja, að Bjarni hafi drukknað undir bátnum, þegar hvolfdi; þetta er enginn vandi — bara að hafa skipti á nöfnunum, og svo er búið. Bara muna það, að segja söguna alveg rjett að öðru leyti, þegar prófið verður haldið. Það er mjer talsvert rnikið áríðandi að þið gerið þetta.« Þorsteinn brá sjer hvergi; hann horfði um stund á reykinn, sem lagði upp um eldhússtrompinn, og var hugsi. Halldór horfði ofan á tærnar á sjer, hallaði húfuræflinum út í vangann, og klæjaði mikið vinstra megin i höfðinu. »Nú, hvað ætlið þið að gera?« sagði Þorkell óþolinmóðlega. »Við verðum að fá einhverja þóknun fyrir það þá« svaraði Þorsteinn, og leit á hann glottandi. »Þið skuluð fá út á tíu krónur hvor hjá mjer strax, og kannske heldur meira, þegar það er búið og þið eruð búnir að segja sýslumanni, að Jón hafi drukknað fyrri.« »Jæja, eg skal gera það fyrir tíu króna úttekt strax, og tólf til sextán króna úttekt, þegar það er búið.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.