Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 25

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 25
25 Svo litu þeir báðir á Þorkel. »Jæja, látum það vera, það sje ekki alveg bókstaflega satt, eptir því sem kallað er manna á milli, en það má opt ögn halla til sannleikanum, til þess að gera öðrum lítinn greiða, þegar eng- inn annar hefir illt af því. Mjer heyrðist ekki betur en þið væruð líka hálfgert á báðum áttum með það áðan, að Bjarni hafi áreiðan- lega drukknað fyrri en Jón. Eg sje ekki, að það sje neitt i því fyrir ykkur, að segja bara að Jón hafi drukknað fyrri; það hafa hvort ið er ekki verið aðrir áhorfendur en þið, og enginn þess vegna til að bera það. ofan í ykkur.« »Það er nú sjálfsagt, það er enginn til að bera það ofan í okkur; en við höfum sagt frá því, eins og það gekk til, bæði prest- inum og Helgu og svo fleirum, sem við höfum fundið.* »Ykkur getur hafa misminnt; það er svo algengt; en hvað um það —það verður nú tekið próf í því einhvern tírna, og þá skuluð þið bara segja, að Jón hafi drukknað fyrri.« »So — nú — og breyta þá . .?« Halldór horfði að eins á Þorkel, og lagði kollhúfur. »Já, það er ofur einfalt. Snúið þið bara sögunni við, og segið, að þegar mastrið brotnaði, hafi það skollið ofan á Jón, —- eg man ekki betur en þið segðuð, hann væri skemmdur á höfðinu þegar hann fannst — það hefur einmitt verið af því höggi — þetta liggur svo i augum uppi. En svo skuluð þið segja, að Bjarni hafi drukknað undir bátnum, þegar hvolfdi; þetta er enginn vandi — bara að hafa skipti á nöfnunum, og svo er búið. Bara muna það, að segja söguna alveg rjett að öðru leyti, þegar prófið verður haldið. Það er mjer talsvert rnikið áríðandi að þið gerið þetta.« Þorsteinn brá sjer hvergi; hann horfði um stund á reykinn, sem lagði upp um eldhússtrompinn, og var hugsi. Halldór horfði ofan á tærnar á sjer, hallaði húfuræflinum út í vangann, og klæjaði mikið vinstra megin i höfðinu. »Nú, hvað ætlið þið að gera?« sagði Þorkell óþolinmóðlega. »Við verðum að fá einhverja þóknun fyrir það þá« svaraði Þorsteinn, og leit á hann glottandi. »Þið skuluð fá út á tíu krónur hvor hjá mjer strax, og kannske heldur meira, þegar það er búið og þið eruð búnir að segja sýslumanni, að Jón hafi drukknað fyrri.« »Jæja, eg skal gera það fyrir tíu króna úttekt strax, og tólf til sextán króna úttekt, þegar það er búið.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.