Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 34

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 34
34 sinn, spýtti vænum sopa kolmórauðum á skrifstofugólfið og sagði: »Hjer er hann.« Svo settist hann niður á auða stólinn framan við borðið, — og var áminntur um sannsögli. Þorsteinn var maður miðaldra, hár vexti og stirðlegur. Ennið var bratt og sljett, nefið söðulbakað, og vítt rnjög og uppbrett að framan, bereygður og gráeygður, og vóru lítil brúnabeinin, sperr- brýndur, og var eins og þrjár hrukkur lægi í hring utan um aug- un. Hann var dökkur á hár og skegg, og var hvorttveggja svo strítt, að út stóð i loptið. Mikill þótti hann á lopti og þóttist ærið eiga undir sjer, og það jafnvel eptir það að hann var orðinn sveitar- þurfi. Sýslumaðurinn fór nú að spyrja hann um atvik þau, er urðu við skiptapann. Það var sizt að segja, að hann kæmi þar að tóm- um kofunum. Þorsteinn byrjaði, og ætlaði að fara romsa upp alla söguna í þulu, eins og barn, sem verið er að hlýða yfir kverið sitt, og kann vel. En sýslumaður bað hann að eins að svara spurn- ingum sínum. Þorsteinn leysti vel og greiðlega úr þeim öllum. Prestur fjekk svo leyfi til þess að leggja tvær eða þjár spurn- ingar fyrir Þorstein; var hin fyrsta sú, hvers vegna hann hefði sagt þeim Helgu svo frá, sem hann hafði fyrst gert, að Bjarni hefði farizt þegar mastrið brotnaði. Það kvaðst Þorsteinn hafa gert af því, að hann hefði haldið, að Helgu fjelli ver að heyra, að Jón hefði orðið fyrir því, heldur en hann hefði einfaldlega drukknað, þegar bátnum hvolfdi. Onnur spurningin var: hví hann hefði þá verið að segja öðr- um út í frá rangt frá, þó að hann hefði ímyndað sjer, að hann vægði Helgu með því að segja ósatt. Þorsteinn kvaðst hafa kunnað betur við að segja ekki sitt í hverju orðinu — hann væri ekki svo gerður. Þriðja spurningin var um það, hví hann hefði þá farið að breyta sögu sinni eptir að fyrsti dagurinn var liðinn. Ja, hann sagðist hafa farið að hugsa, að það kynni að koma að því, að hann yrði að standa við orð sín fyrir rjetti, og því vildi hann ekki vera að fara með nein ósannindi lengur. Meira var svo ekki að fá eða um að spyrja, og Þorsteini sagt að fara. var

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.