Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 32
112 alvarlegur, og gramur við gamla fólkið, sem getur hvorki skilið yngri kynslóðina nje hefur neinar sömu tilfinningar og hún. — Eins og hann byrjar, eins endar hann. I öllum hans bókum er hatur, stífni og þung- lyndi undiraldan. Líkt og Gestur lýsir hann yfirgangi hinna efnuðu og voldugu, og kúgun þeirri og niðurlæging, sem aumingjarnir og litil- magnarnir verða fyrir, svo að þeir verða huglausir og óhreinskilnir. En Finne dregur þetta upp fyrir okkur með miklu grófari litum en Gest- ur, og hlifist ekki við að gera það eins átakanlegt og auðið er; einkum tekur þó út yfir, er hann i »Doktor Wangs börn« segir frá viðureign og baráttu foreldra og barna. I þeirri bók eru margar óþvegnar lýs- ingar; það er ekki laust við, að mönnum ofbjóði að lesa það. Bezt rituð af bókum hans er »To Damer.« f*að er saga um hjóna- band, sem fer út um þúfur, og það er eins og Finne skoði svo, sem Strindberg, að hjónabandið geti ekki orðið annað en barátta og stríð milli manns og konu, þar sem »hvort um sig reynir að ota sem mest sínum eiginleikum fram, svo hitt kæfi þá ekki með sínum«. I þessari bók er góð lýsing á mannlegu eðli, eðli kvennmanns og karlmanns, og stendur þessi lýsing í sambandi við náttúrulýsing, og er það aðalkafli sögunnar. I bæjarmollunni og bæjarónytjungsskapnum, þar sem enginn má hreyfa sig fyrir hinum, þar er rót hins skaðvænlega ósjálfstæði og óhreinskilni. En úti á viðáttumiklu, hrikalegu vesturlandsheiðunum, þar sem svartskyggðir, ægilegir fjallatindar grúfa yfir gljádökku, sogandi fjarðardjúpi og náttúran er hrein og ósnert, þar verða mennirnir fyrst sannir og hreinskilnir, þar komast þeir til sjálfs sin. Og það er úti i þesskonar náttúru, að Finne lætur þau hjónin talast við og það ræki- lega. — Þegar við lesum rit Vilhelm Krag’s, þá er eins og við sjeum úti í tunglskini á kyrri næturstund, er himininn allur dökkblár er ljós- um þakinn. En þegar við lesum rit Gabriels Finne, þá er eins og við sjeum úti i dimmviðri með þrumum og eldingum, er himininn allur kolsvartur er þakinn skýjum. Svo að við komumst úr dimmviðris- og harðneskjuloptinu, er fylg- ir Gabriel Finne í hverju sem er, vil jeg minnast nokkrum orðum á hið lýriska skáld Kristofer Randers. I stað þrumudynjandans hjá Finne heyrum við kveða við hljómfagran óðsöng í »Astarvorvísum« Randers, ýmist borinn af viðkvæmum, sælljúfum tónum, eða sterkum, hreimskær- um hrynjanda. Randers er, auk þess að vera skáld, einnig gagnrýninn ritdómari. Hann segir i einni ritgjörð sinni í »Svensk Tidsskrift:« »Lýriskur kveðskapur er fyrst og frernst hljómfegurð eða söngur orð- anna, en til þess að hann, eins og hver annar söngur, verði áhrifamikill og annað en hvellandi hljómur, verður sál mannsins að gefa honum allan sinn styrk.« Og óðsöngvar Randers eru heldur ekki neinn sálar- laus strengleikur. Hver maður getur lifað með honum upp aptur sitt eigið ástarlif allt frá hinum fyrstu óljósu tilfinningum, þar til þær brjót- ast út i brennandi ástarofsa, sem eptir sára saknaðarþrá loks fær svalað sjer i algleymingsöldum sælunnar ■— svo hrífandi slær hann á strengi hjartans. — En eins og Björnsson segir í hinni nafnkunnu grein sinni um nútímabókmenntir Norðmanna, er út kom i ár, það er engin skemmti- skúta i öllum skáldflota Norðmanna. Fungljmdið og alvaran er samfara norsku eðli og náttúru Noregs. Randers lætur líka til sin heyra þung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.