Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 30
IIO nýja blæ og anda, er ríkir í hinum orðskrúðugu og hugsunarríku ritum þeirra. Norðmenn eiga einnig skáld, sem yrkja i sömu átt, og eitt hið helzta þeirra er Vilhelm Krag. Fyrstu kvæði hans eru hljómfagrir óð- söngvar um hinn óðfluga straum timans og hinn hraða gang tilverunnar, sem endar áður en oss varir, er haustkvöldið dimmt og svart breiðir ná- kalda isblæju yfir gróður sumarsins og ilmandi blóm og dauðinn riður i dali með allan sinn dánarher. Það er barnslegt þunglyndi og angur- bliða yfir þessum draumljóðum hans am náttúruna og raddir hennar og ræður. Og ástarljóðin hans er draumur sakleysisins, laus við allt jarðneskt lif og líkamlega löngun, en það er i þeim andleg þrá og þunglyndi vorljettrar nætur. Það er ekki rjett að amast við þessum ungu skáldum, þó að þeir fari um fjöllin há, nýjar brautir andans, ótroðnar og illfarnar fyrir aðra að fylgjast eptir. fað er satt, það er þunglyndis blær yfir ljóðum þeirra og þeir kveða um hið dökka og saknaðarsára í tilverunni, meira en um hið bjarta og gleðirika. En — er það nokkuð ljótt? Það eru tilfinn- ingarnar sem ráða. Er hin angurblandna blíða ekki ein hin göfgasta hræring mannlegs hjarta? Hvað er móðurástin annað en bliða blandin angri og umhyggju fyrir liðan og lífi afkvæmisins, og hvenær er maður göfgastur og beztur og næst guði sínum, ef það er ekki á stundum sorgar og dauða, fremur en á hinum bráðfleygu augnablikum sólskinsins og hins glaða lifs? — En menn þessir eru tilfinningaskáld og lýsa hinum þýðingarmestu augnablikum mannlegra rauna og koma því opt við trúar- líf manna, sem eru engir andlegir steingjörvingar, þó að þeir hafi eigi þá einu rjettu trú. — Og svo er nú með Vilhelm Krag. Hann lýsir í bók sinni »Nat«, kvæðum í óbundnu máli, tilfinningum sinum og hug- renningum afdráttarlaust; maður sjer inn í sálu hans, barnslega bliða, svo einmana og utan við heiminn, braskið og brakið, að hann þekkir að eins þrána, en enga líkamlega löngun til lífsins. Hann finnur reynd- ar hina sterku rás lífsins og mikla vöxt vorsins, þegar allt er að springa út og fylling timans er i nánd. En það er ekki lífið hans. Koma vors- ins vekur ekki hjá honum lífsþrek nje hita. Hann óskar sjer að hann væri sem »fallandi dropi gosbrunnsins, er hnigur með silfurhljóm og hverfur i næturfriðnum.« Pað er píningarsaga þessi bók hans, sem vek- ur beztu tilfinningar hjartans, meðaumkvun með þessari einmana, von- lausu, lifsþreyttu sál, sem finnur engan frið nema i minningum liðins tíma, sem efast um tilveru guðs á hinum sorgarþrungnu stundum þung- lyndisins. Og það má ekki skella sleggjunni strax á þennan nýja skáldskap ungu kynslóðarinnar, þó að það megi gripa út úr sambandinu orð sem þessi eptir Krag: »það er enginn guð,« eins og gjört hefur verið ný- lega í islenzku blaði. Eað verður að dæma þessi orð i sambandi við allar hugsanir og sálarraunir skáldsins, í sambandi við það þunglyndis- vil og örvinglunarvolæði, sem hugsunin um allt hans gleðilausa og ein- mana vesældarlíf hefur hleypt honum í. Hann lýsir sjer sem skipbrots- manninum í ólgusjó lífsins, sem misst hefur allt, er honum var kært, en lifir að eins á endurminningum liðins tíma. Hann svæfir með þeim sorgina og deyfir dapran söknuð. í »Haustnóttum« lýsir hann sinni andlegu þrá og þeirri kvennlegu veru, sem fegurðar hugsjón hans stefnir að og útmálar fyrir sjer töfrandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.