Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 71
£ 18,250,000) hefur nú um langan aldur annast þennan starfa fyrir ríkið, og hafa menn í alla staði verið ánægðir með það. Sökurn þess, hve mikið er af peningum til á Englandi, hefur »Bank of England« ekki getað greitt neina vexti af ríkisfjenu, heldur þvert á móti fengið laun fyrir starfa sinn í þágu ríkisins. En allt öðru máli er að gegna á Islandi. Þar er sönn peningaekla, og bankinn þyrfti aldrei að liggja með peninga sína vaxtalausa, og gæti því, eins og áður var tekið fram, greitt landsjóði lága vexti af eigurn hans. Líkt fyrirkomulag, sem á Englandi, er einnig í Belgíu, þar annast »Banque Nationale de Belgique«, sem þó er hlutafjelagsbanki, innheimtur og útborganir ríkisins, og hefur það gefizt svo vel, að bæði á Frakklandi og í Danmörku hefur verið rætt og ritað um að fela þjóðbönkunum slík störf á hendur. Þegar siðast var endur- nýjað einkaleyfi »Banque de France«, var mjög mikið rætt um að taka Banque Nationale de Belgique til fyrirmyndar, og fela Banque de France á hendur innheimtu og útborgun ríkisins. Til þess að íhuga þetta og annað, er snerti endurnýjun einkaleyfisins, var skipuð nefnd, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að ríkisbankar ættu að vera þannig úr garði gjörðir, að þjóðin í heild sinni, hefði sem mestan hag af þeim, án þess þó að bankarnir sjálfir biðu tjón af því. Hvað því við viki, að Banque de France tæki að sjer innheimtu og útborganir ríkisins, þótti það ekki tiltækilegt eins og á stóð; aptur var samþykkt að fjölga aukabönkum, og koma þeim betur i samband við sveitarfjárhirzlur ríkisins um allt land, til þess að gjöra hægra fyrir með innheimtu og útborganir, og greiða fyrir peningasendingum frá einum stað til annars. Þótt það fyrirkomulag, að Banque de France tæki að sjer innheimtu og útborganir ríkisins, þætti ekki þá tiltækilegt á Frakklandi, þá rná ekki af því ráða, að líku máli sje að gegna um ísland, því fyrst og fremst á Banque de France við mikla samkeppni að berj- ast, og má því ekki láta bindast af þeim störfum, er ekki beint snerta hann, og í öðru lagi eru tekjur hins franska þjóðveldis svo margvíslegar og miklar, að örðugt væri fyrir bankann að geta haft hönd yfir þeim öllum, og of mikill tími gengi til þess. Oðru máli er að gegna á Islandi. Þar er bankinn fyrst og fremst einn um hituna og þarf ekki að óttast neina samkeppni af öðrum bönkum, og í öðru lagi eru tekjur landsins hvorki miklar nje margbreyttar. Hins vegar sjáum vjer og, að tillögur hinnar frön- sku nefndar stefna þó að hinu sama takmarki, því með því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.