Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 7
87 Hárskógi* er þar á móti eins. Seinni vísan (»Ein sat hún úti«) hefur aldrei verið prentuð. — I2) Úr Hóraz (grimmur tígris eða getúlskt ljón).— m.) = Nu rinder Solen op i 0sterlide o. s. frv. — n) Bagsværd, upp á land í nánd við Lyngby. — o) Lilleröd og Lynge fyrir neðan Holte. — p) = Terkelskov, þar í nánd við. — r) = Lyngby og Ordrup, nokkuru fyrir norðan Khöfn; rjett við Lyngby er Fredriksdal og Jægersborg. — s) Mun vera Ari á Flugumýri; hann »lá i tjaldi i Dyrehaven og hafði þar jafnvel einhverjar veitingar. Hann bjó til mjög góða bifur« (Páll Melsteð). Þó að þessi ferðasaga muni ekki þykja stórum merkileg, þótti þó ekki áhorfsmál að álíta hana prenttæka. Hún er smágamansöm og lýsir Jónasi all- vel að mörgu; þótt hún sje ekki meiri, má segja, að beztu eiginlegleikar hans komi þar fram; meðaumkvun hans og viðkvæmni birtist svo vel í hinni stuttu athugasemd hans um vegabæturnar og bændurna. Spaug hans og græskulaus fyndni er þar alstaðar öðru hverju. Og ekki skulu menn furða sig á, þótt þar sjáist og tilfinningar fyrir kvennlegri fegurð og atgjörvi. — En ekki sízt skýrir sagan vísurnar, er áður gat um og annars eru óskiljandi, og einkum, hver þessi »Salthólmsferð« í raun og veru var. sÞað sögubrot er algjörlega týnt« stendur í athugasemdunum (bls. 395 í útg.); þessi orð detta nú úr sögunni. »Salthólms ferðin« er í safhi Konráðs Gíslasonar í Árnasafni; er hún prentuð hjer með öll- um ummerkjum, nema að nokkur orð eru prentuð með grísku letri. Einstöku skýringar hefur Bogi Melsteð útvegað mjer hjá Páli frænda sínum. Khöfh í janúarm. 1897. Finnur Jónsson. Einar Jónsson: Refsidómurinn. Flestir af lesendum »Eimreiðarinnar« muna liklegast eptit litla drengn um, sem lá á knjánum, fórnandi höndum, og var að biðjast fyrir (EIMR. I. 38); það var frumsmíð Einars myndhöggvara Jónssonar. Hjer birtist önnur mynd eptir sama mann — Refsidómurinn. Virðum fj^rst fyrir okkur andlitið á manni þeim, sem hjer hefur orðið fyrir sofreiði guðanna«. — Andlitið er harðýðgislegt og hreysti- legt, það lýsir frábæru sálarþreki og óbifanlegri viljafestu og ber það með sjer, að maðurinn hefur aldrei látið af sínum málsstað. Hann hefur þess vegna verið merkismaður sinnar tíðar og haldið fána hennar fram í fylkingarbroddi; en nú er merkisstöng hans höggvin sundur og hann sviptur merkinu. Hvernig víkur þessu við? Hann hefur eflaust lengi fylgt merkinu dyggilega fram og unnið málsstað sínum með ósjerplægni, en svo hefur móða fallið á hinn fægða skjöld hans, og hann hefur hulið sig skýlu yfirvarps og yfirdrepsskapar, en samt sem áður hefur hann ætlað sjer þá dul að halda áfram með að vera forvígismaður samtiðar sinnar. Þá hefur refsinornin komið yfir hann, sem reiðarslag úr heið- ríkju. Hún hefur dregið slæðu þá, sem hann hefur hulið sig i, undan honum, brugðið henni um knje sjer og þannig fellt hann á hans eigin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.