Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 10
90 nr, það verð jeg að játa! ... En það var nú einkanlega urn ofur- lítið af mjeli.« »Að jeg skuli sletta i allt hyskið þitt, — fyrst held jeg þú verðir nú að fara í sveitarsjóðinn.« Tobías kipptist lítið eitt til, það brá snögglega fyrir leiptri { augunum, svo rjetti hann með hægð stóra hnífinn sinn með mess- ingarhólkunum til kaupmannsins, og þá stundina var hann ekkert stafkarlslegur á svipinn . . . »Sko, nú fæ jeg honum sláturhníf- inn, og þurfi að slátra fyrir jólin, er ekki annað en láta mig vita það, jeg læt aðra alveg ráða borguninni þá, — bara ef jeg gæti nú fengið eitt mjelkvartel, og ofurlítið af síld . . . svo litla pínu af salti . . og svo« .... »Ekki hætinu meira, lómurinn þinn, en það skaltu fá; — og ef þú svíkst um að koma þegar jeg geri þjer orðin, skaltu aldrei sjá hnífinn framar.« Hann henti hnífnum niður i skúffuna, sneri lyklinum og skráin skall í lás. Tobías hjelt frarn með ströndinni i kólguveðrinu; reri heim- leiðis gegn straumfallinu; lögtakshótanir kaupmannsins dunuðu hvíldarlaust fyrir eyrum hans, hann hafði heyrt þær hótanir ótal sinnum áður, en æfinlega hafði sljetzt úr þeim aptur; það var al- veg samskonar og þegar hann kallaði hann ref og svikalóm og þorpara, — bara illviðrisdynur, dynur sem aldrei brást, ef hann kom án þess að hafa fisk eða lifur að borga með. Þessi orð voru lik því, þegar ríðandi maður rekur marga hesta, hann lætur svipu- ólina hvína í sífellu, en meginið er ekki annað en þytur í loptinu. Miklu geðfeldara var, að hugsa um gleðina heima, þegar hann kæmi með björgina handa þeim, heldur en um eigið strit og basl við að smjúga undan þvi, að reiturnar yrðu seldar við uppboð eða teknar lögtaki. Hvert einasta andlit leið fyrir í huga hans eitt á eptir öðru, meðan hann knúði af alefli árarnar og sneri bátnum sem haganlegast undan áföllunum, þegar þau urðu sem geigvænlegust. Það var svo notaleg tilhugsun að mega hafa frið nokkra daga, mega eptir eigin geðþótta starfa niðri við naustið á daginn, og sitja í ró og næði við arineldinn á kveldin, bæta og lagfæra skóna hennar Mörtu Malvínu og barnanna, skóna, sem þau þurftu að brúka í vetur, þegar þau væru að hlaupa um gólfið að leika sjer og hjala svo kátlega norsku eða finnsku. Staða Tobíasar gagnvart sveitinni var sá rammriðni hnútur, er torvelt var að leysa; þar voru þeir þættir saman snúnir, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.