Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 46
126 tekst betur. Þó er meiri þunglyndisbær og sorgarsvipur yfir persónun- um í Laxdælakviðu en í Laxdælasögu. Kviðan um Sigurð Fofnisbana, 1877, er stórskorin og tignarleg, eins og efninu hæfir. Hún er í fjórum pörtum. I. Um Sigmund föður Sigurðar. II. Reginn (Sigurður fæddur, vegur Fofni og Regin, ristir brynjuna af Brynhildi á Hindarfjalli, og er því lýst með dæmafárri snilld). III. Brynhildur (draumur hennar, Sigurður hjá Niflungum, Guð- rún, vafurlogareið, víg Sigurðar, tregrof Guðrúnar, bálför Brynhildar). IV. Guðrún (og Atli, Niflungavíg, dauði Guðrúnar). Morris hefur opt höfuðstafi og stuðla í kviðu þessari, og tek jeg til dæmis um Sigurð Fofnisbana: »For they look on the might of his limhs and his waving locks they see.i. Er mesta furða, hve vel hann nær kenningum og orðsnilld Eddu- kvæðanna og Völsungu, enda hefur hann lagt sig til, því yrkisefnið er hið ágætasta, sem nokkurt skáld getur átt, og mun það ætíð verða hin ýtrasta skáldraun (sbr. mannraun) að yrkja um það. Richard Wagner hefur líka ort um Völsunga í hinni miklu tóna-»tetralogi« sinni um Völsunga og Niflunga og mun slikt aldrei fyrnast. I »Poems by the Way« er kvæði um Hallbjörn sterka úr Land- námu, og annað um Gunnar á Hlíðarenda. Kvæði í landsýn við ísland lýsir ástarþeli Morrisar við Frón. A ofanverðri æfi sinni var Morris sósíalisti og orti og ritaði margt í þá stefnu. Honum var flest til lista lagt, þvi hann var skáld, málari, prentari — Kelmscott prentsmiðja hans prentaði dýrari og kostulegri bæk- ur en nokkur önnur prentsmiðja —, húsasmiður, veggtjaldasmiður o. fl. Hann vildi ekki láta hagga einum stein í gömlum merkiskirkjum, en alla presta vildi hann láta hengja. Jeg kom opt á fundi, sem hann hjelt heima hjá sjer, og einu sinni' kallaði einn ræðumaður mig danskan — hann vissi ekki betur en Island væri danskt. Reis þá Morris i bræði og sagði, að Danmörk væri ekki þess verð að leysa skóþveng Islendings, hvað þá heldur að kúga hann, en til þess -vantaði hana ekki viljann, en máttinn. Oll Norðurlönd, og England með, væru andleg skattlönd íslands. Jeg skal ekki hafa meira eptir honum af skömmunum um Dani, en ræðu- maður kvaðst hafa sagt þetta i grannleysi og bað fyrirgefningar. Morris var likur íslenzkum bónda ásýndum, þrekinn maður og rek- inn saman, rauðbirkinn á hár og skegg, bláeygur og fasteygur. I klæða- burði var hann mjög tilhaldslaus. Hann var auðugur maður og ljet eptir sig um rniljón króna. Hann átti verksmiðju nálægt London, þar sem ofin voru veggtjöld og smíðað ýmislegt, sem bætti hýbýlahátt Englend- inga. Hann var mjög góðgjörðasamur maður og ör á fje við fátæka. Peim, sem þekktu hann bezt, þótti mest til hans koma, en sumum útífrá þótti hann vera nokkuð hrossabrestslegur, enda var hann óhlífinn í orð- um, við hvern sem var að skipta, og fór ekki i launkofa með neitt, sem honum mislikaði. — Kona hans og tvær dætur eru á lífi. Lundúnum, í marzm. 1897. Jón Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.