Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 73
153
geta greitt landsjóði i °/0 eða þar um bil af því fje, er hann kynni
að eiga inni hjá landsbankanum.
Ólafur G. Eyjólfsson.
Grein þessi, sem rituð hefur verið að tilhlutun vorri, hefur verið
borin undir kaupmann Björn Sigurðsson, er mun vera einhver hinn sann-
fróðasti íslenzkra manna um bankamál. Er hann greininni í alla staði
samþykkur og kveðst ekki mundu hafa hikað sjer við, að gera þá breyt-
ing á fyrirkomulagi landsbankans, sem hjer er farið fram á, ef hann
hefði átt sæti í stjórn hans. Geta menn því reitt sig á, að hjer er ekki
farið með neitt vanhugsað fleipur, heldur er allt efni greinarinnar byggt
á rannsóknum og yfirvegunum þeirra rnanna, er bezt eru að sjer í þess-
um efnum og kunnir að því, að hugsa málin út í æsar. Höfum vjer
þvi eðlilega hjer litlu við að bæta, nema því einu, að vjer vildum skjóta
því til bankastjórnarinnar, þingmanna og allrar þjóðarinnar, að ihuga þetta
mál rækilega. Land vort verður að ala fleiri embættismenn að tiltölu
við fólksfjölda en nokkurt annað land, og ætti oss þvi að vera umhugað
um að fækka þeim sem mest. I engu landi, sem teljast vill til hins
menntaða heims, eru heldur aðrar eins tálmanir á viðskiptalífi manna,
eins og á Islandi. En á þeirn mundi stofnun aukabanka ráða mikla bót.
I öllum öðrum löndum geta menn sent póstávísanir af einu landshorni
á annað, en á Islandi er þetta ómögulegt, og ekki mikil líkindi til, að
á þ v í verði ráðin bót innan skamms. Verða því þeir, er einhver skipti
eiga, að senda beinharða peninga í marglökkuðum brjefum, sem svo
miklar tiktúrur eru við og margbrotnar, að fáir botna víst í þeim, nema
þeir hafi áður gengið í skóla hjá póststjórninni; en þó töluverð hætta,
ef út af er brugðið reglunum. Er ærið kostnaðarsamt að senda smá-
upphæðir á þennan hátt, en hinum stærri stundum stolið á leiðinni,
eða þær missast algerlega í jökulvötn vor, sem skila þeim aldrei
aptur. En væri aukabönkum komið á fót, mætti i stað peninga senda
ávísanir bæði milli þeirra innbyrðis og milii þeirra og höfuðbankans, og
væri það ekki smáræðis hagnaður,- því bæði yrði kostnaðurinn við send-
ing ávísananna miklu minni, þjófar hefðu sjaldan eða aldrei gagn af að
stela þeirn, og þó þær færu í árnar, væri engu fje tapað, því þá færist
að eins pappírsmiði, sem hægt væri að bæta með nýrri ávísun, en engir
peningar. Er auðsætt að þetta mundi öfluglega styðja að því, að gera
innanlandsverzlun vora og allt viðskiptalíf miklu greiðara og fjörugra,
en það er nú. Hins vegar mundu tekjur bankans vaxa svo mjög við
aukið veltufje (landssjóðsfjeð) og starfsvið, að það mundi vega fullkom-
lega upp á móti kostnaðinum við rekstur aukabankanna og liklega miklu
meira. ' RITSTJ.