Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 77
efnasamband þeirra í útlöndum. Þetta er þýðingarmikið mál f}'rir landbúnað vorn og vert að athuga það vandlega. V. G. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: FERÐARIT UM ÍSLAND hafa komið út tvö árið sem leið, og eru þau mjög sitt með hvoru móti og þeirra stórmikill munur. Annað þessara rita er á þýzku (»Bilder aus Islandi) og hefur verið birt sem grein í hinu þjóðkunna tímariti »Deutsche Rundschau« (XXII, n—12, ág. og sept. 1896). Er það eptir prófessor við háskólann í Berlín, dr. A. Heusler, er ferðaðist um ísland sumarið 1895 ásamt konu sinni og næsta vetur hjelt fróð- legan fyrirlestur um land vort í vísindafjelagi einu í Berlin (sbr. EIMR. II, 159). Vjer höfum sjeð mörg ferðarit um Island, en ekkert, sem komist í hálfkvisti við þetta. Þó ekki væri annað en það, að ekki eitt einasta íslenzkt nafn er þar af- bakað, þá eigum vjer ekki slíku að venjast. En þetta er þó minnsti kostur rit- gerðarinnar. Hitt þykir oss meiru skipta, að öll lýsing höf. á landi og þjóð ber vott um svo dæmafáa skarpskyggni, og skilning á öllu, sem fyrir hann hefur borið, að oss verður ósjálfratt að spyrja, hvaðan manninum komi öll þessi þekk- ing eptir jafnskamma dvöl í landinu. Það mun óhætt að fullyrða, að síðan pró- fessor Konráð Maurer ferðaðist um Island hefur enginn útlendingur þangað komið, sem eins vel hefur skilið þjóðareinkenni vor og dr. Heusler. Þótt öll ritgerðin sje rituð af mjög hlýjum hug til Islendinga, þá er hún laus við allt geip og oflof, og ekki hikað við að finna að því, sem höf. hefur fundizt aðfinningarvert. En þegar svo ber undir, þá er það gert á svo hógværan og fagurlegan hátt, að manni hlýtur að þykja beinlínis vænt um aðfinningarnar, enda má margt af þeim læra. Þar við bætist, að öll framsetning höfundarins er svo snilldarleg, að hún hlýtur að vekja aðdáun manna. Þannig eru lýsingar hans á landslaginu á ýms- um stöðum stórkostleg málverk, sem óskandi væri að einhver risi upp til að draga á lín með litum og vita, hvort heiminum fvndist þá ekki til um. Annars furðar. oss dálítið á, að höf. skyldi ekki prýða ritgerð sína með reglulegum tnynd- um, því þær hefðu þó eflaust getað gert hinar ljómandi fögru lýsingar hans enn skýrari fyrir almenningi. Því miður leyfir rúmið í riti voru oss ekki að skýra frekar frá þessari ágætu ritgerð, enda er oss ekki ljúít að bera á borð smámola úr henni, sem aldrei gætu gefið mönnum rjetta hugmynd um heildina. En þeirri ósk vildum ,vjer beina til bóksala vorra, að einhver þeirra Ijeti þýða hana alla og gefa út á íslenzku með myndum (eptir samkomulagi við höfundinn), og trú- um vjer ekki öðru, en að löndum vorum mundi þykja bæði nautn og fengur henni. Hitt ferðaritið er á frönsku (sVoyage en Islande et aux Farœer>, Louvain 1896) eptir belgiskan lögfræðing, Nicolas Leysbeth, er ferðaðist á íslandi sumarið 1894. Er það allstór bók með 16 snotrum myndum af bæjum, byggingum, búningum o. fl. auk nokkurra mynda frá Færeyjum og Skotlandi. Allur ytri írágangur bókarinnar er mjög góður, en innihaldið er ekki að sama skapi áreið- anlegt. Frásögnina um sjálft ferðalagið látum vjer vera, en þegar höf. fer að lýsa landinu, hag þess og bókmenntum, þá kastar f}Tst tólfunum, því þar rekur hver villan aðra, og getum vjer ekki stillt oss um að setja hjer dálítið sýnishom til smekks. Hinar einu bókmenntir Islendinga frá eldri tímum (segir hann) eru Eddurnar og sögurnar. Hina eldri Eddu hefur skrifað Sæmundur fróði, en þó ekki samið hana, heldur eru kvæðin í henni erfðagóz margra þjóða, og virðast þau hafa rót sína að rekja til Austurlanda og hafa flutzt til Þýzkalands og Norður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.