Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 76
íslenzk hringsjá. BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI: ÍSLENDINGASÖGUR. 13 , 14., 15. Búið hefir til prentunar Valdimar Ás- mundarson. Rví|i 1896. I þessum þrem heptum eru: Fljótsdœla saga, Ljdsvetn- inga saga og Hdvarös saga Ísfiröings, og hafa þær allar nokkuð til síns ágætis, þótt eigi geti þær talizt með hinum beztu íslendingasögum Verðið er lágt og frágangurinn góður (sbr. EIMR. II. 75). Einungis vildum vjer gera þær athuga- semdir við formála útgefandans, að vjer getum ekki verið á sömu skoðun og hann um aldur Fjótsdælu. Þótt margt sje fornlegt í henni og töluvert á henni að græða fyrir menningarsöguna, þá virðist þó fleira benda á, að hún sje yngri, en útgef. ætlar hana. Þess rná og geta, að hin mikla ónákvæmni og ruglingur með tilliti til staða og persóna, sem kemur fram í Hávarðs sögu, mun ekki (eins og útgef. heldur) svo mjög stafa af rangfærslu í afskriptum. heldur miklu fremur af vanþekking þess eða þeirra, er söguna settu saman og færðu í letur. Sagan fer ífam á Vesturlandi, en mun rituð á Norðurlandi og hafa myndazt í ætt Há- varðs í Svarfaðardal, því þangað flutti hann í elli sinni, þar kvongaðist hann og þar staðfestust afkomendur hans (sbr. k. 24). V. G. UPPDRÁTTUR ÍSLANDS. Útgefandi: Morten Hansen. Það var sannar- legt þarfaverk af skólastjóra Morten Hansen að gefa út uppdrátt þennan, því að hingað til hefur ekki verið völ á neinum handhægum eða góðum uppdrætti til að nota við kennslu í landaffæði Islands. Uppdrátturinn lítur laglega út og það er víst mjög praktiskt, að sýslurnar eru auðkenndar með mismunandi litum og kauptúnin með allstórum deplum. Að útgef. er reyndur kennari, lýsír sjer enn fremur í því, að svo mátulega fá nöfn eru á uppdrættinum. Það hefur verið' tekið tillit til leiðrjettinga dr. Þorv Thóroddsens á íslandsuppdrættinum, en ekki má búast við neinni nákvæmni í landslagsteikningunni, þar sem mælikvarðinn er svona lítill. Þess má enn geta, að uppdrátturinn kostar að eins 1 kr. H. Pj. UM VILHJÁLM FINSEN, hæstarjettardómara. Eptir Boga Th. Melsteö.. (Sjerpr. úr Andvara 1896). Glögg og vel samin ritgerð, þar sem skýrt er fri lífsferli og vísindalegri starfsemi þessa merkismanns, sem telja má einn hinn ágætasta af sonum íslands á þessari öld. V. G. ÁRSRIT GARÐYRKJUFJELAGSINS 1897. í því er um »hreinsun garð- anna« eptir fyrv. landlækni Schierhech, um »berjarækt« eptir landfógeta Arna Thorsteinsson, um »þang til áburðar« og um »að skipta urn í garðinum« eptir garðyrkjufræðing Einar Helgason, allt þarfar og fróðlegar ritgerðir. Menn ættu að kaupa og lesa þennan ritling, því þó hann sje lítill, þá er hann rniklu meira virði en þeirra 20 aura, sem hann kostar (sbr. EIMR. II, 153—4). V. G. UM ÍSLENZKA FÓÐURJURTAFRÆÐI. Eptir Stefdn Stefdnsson, kennara við Möðruvallaskólann. (Sjerpr. úr Isafold XXIV, 10—12). Ritgerð þessi sýnir frarn á, að ísl. búfræði sje í rauninni ekki til, því fóðurjurtafræðin sje undirstaða allra ísl. búvísinda, en hún fáist ekki nema með innlendum rannsóknum, sem enn vanti algerlega. Eina ráðið til þess að eignast ísl. fóðurjurtafræði sje, að koma upp efnarannsóknastæði í landinu, en til bráðabirgða mætti þó byrja með því, að veita ríflega íje til þess að rannsaka eðlisháttu jurtanna hjer á landi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.