Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 23
103 Tobías hafði raunar ekki getað áttað sig á þessu tilviki í bráð- ina, var kominn út á fjörð, áður en hann gat náð áttunum. Sigl- ingin sóttist fljótt og vel; hann var kominn nokkuð út fvrir Grá- hólma, þegar hann fyrst fór að sjá, að nú hafði það fyrir hann stigið, sem hann aldrei áður hafði getað hugsað sjer, að nú var ekki stefnt einungis í »hreppskassan,« heldur öllu fremur beint í kolsvartan kjaptinn á hegningarhúsinu. Og í sömu andránni sá hann segl blika við á eptir sjer; þekkti undir eins að það var sex- æringurinn, sem festur var áðan við vöruhúsbryggjuna. Það var eflaust utanbúðarmaðurinn að elta hann. Tobías herti betur á seglinu, og báturinn fleygðist með öllum seglurn í rjúkandi sæ- drifinu. Tobías vissi vel, að nú var gamla fúna bátnum fullsiglt; það mátti ekki herða meira á þessu lekahripi, nema til þess hann steypti sjer þvert niður í bárudjúpið. Örskreiður og rnjúkur í báruflaumnum rann hinn á eptir og reisti hátt trjónuna, eins og ólmur graðhestur; drifthvíta seglið varð allt af stærra og stærra í augum Tobíasar. En þá tók líka Tobías seinasta úrræðið; urn leið og hann beygði fyrir andnesið og hvarf sjónum þeirra, beitti hann meir i veðrið, og ætlaði sjer svo að srnjúga inn á milli skerjanna. Það hefði líka sjálfsagt heppnazt, ef ekki hefði um leið komið skyndi- legur sviptib}dur. Hann kom eins og örskot ofan úr hjáfjalli, beint í seglið og sneri öllu í einum rykk, en særokan stóð í háa lopt, þar sem hann þaut eptir þverum firðinum. Tobías greip dauðahaldi um leið og bátnum hvolfdi, og taldi sjer dauðan vísan, — það var líka það allra bezta úr því sem kornið var. Hann var viss um að báturinn sykki eins og steinn; það var óhugsandi að þetta sollna fúna skrifli flyti. Hann varð alveg forviða, þegar sú varð raunin á, að báturinn flaut, og það meira að segja flaut sjerlega vel; þá var hann heldur ekki svipstund að komast á kjölinn og ríða þar klofvega yfir. Það var líkt og myllusteinn hefði verið leystur af hálsi honum, — nú var þó mjelpokinn niðri á mararbotni. Þegar sexæringurinn kom fyrir nesið og þeir sáu, hvernig Tobías var staddur, hvíuðu þeir allir af gleði. En eiginlega varð þeim ekki þessi ferð til fjár; — þeir máttu þó til, að bjarga hom- um, húðarselnum, sem reið á kjölnum, Þeir fengu fyllilega að sanna, að það lifir lengst, sem mönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.