Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 61
mun það ekki ijarri fara, að eins og angurblítt glaðværðarbros leiki um varirnar á mörgum gömlum Garðbúa, er hann hugsar til herbergjanna sinna á Garði. Á Garði er opt og tíðum glatt á hjalla. Hann hefur lika um langan aldur verið skoðaður sem aðalból hins frjálsa og glaða stúdenta- lífs. Oðru hvoru safnast Garðbúar saman til að skeggræða um hagi sina, eða þeir efna til veizlu, jeta, drekka og eru glaðir. Er þá sungið svo hvellt, hrópað svo hátt og hlegið svo dátt, að gamla rauðskjöldótta hrúatildrið nötrar og skelfur svo liggur við hruni. Allir mannfundir á Garði eru haldnir á lestrarsalnum. Á haustin er slegið upp veizlu til að fagna hinum nýkomnu Garðbúum, »jRússunutn«, sem svo eru kallaðir. Við getum máske kallað þá »nýgræðinga« á voru máli. Til þeirrar veizlu er ætið boðið sem heiðursgestum einhverjum málsmetandi mönn- um utangarðs. Eegar sem hæst stendur veizlan, er nýgræðingunum boðið að stíga upp á stól, til að sýna sig i allri sinni nýbökuðu Garð- búadýrð, og fagnaðarminni þeirra drukkið af mikilli kurteisi. Eptir þvi sem á nóttina liður og sjatnar i púnskollunum, stígur glaðværðin og háreystið, engin bönd halda lengur galgopaskapnum í skefjum og loks tekur svo út yfir, að ekki heyrist mannsins mál, púnslækirnir kvislast urn borðin og steypa sjer í smáfossum niður á gólfið og veizlugestirnir verða á stundum svo ljettfættir við púnsið, að þeir bregða á leik og stíga dans á borðum uppi innan um glös og flöskur. Pá er og stundum um miðsvetrarbilið haldinn dansleikur og boðið til snótum, fríðum, ung- um og fjörugum. Eá er nú samt sá rauðskjöldótti uppljómaður og út- flúraður. Ja, þvílík dýrð! Pað er eins og hann fyrirverði sig fyrir blómarósunum og kasti ellibelgnum meðan á dýrðinni stendur og láti yngjast upp að nýju af æskufjörinu og æskufegurðinni, glaumnum og gleðinni. Hann fær lika opt, sá gamli, þá nótt að heyra hviskur og hljóðskraf og fer nær um, hvað það á að þýða. Ja, þá er nú ekki amalegt að vera í tölu Garðbúa. Enn er að vorinu til, í maimánuði, slegið upp veizlu i húsagarðinum. Par stendur stórt og fagurt linditrje i miðjum garði og er yfir 200 ára að aldri. Veizlan er haldin á af- mælisdag lindarinnar, reiknað frá þeirn degi, er fræinu var fyrst sáð í jörð. Áð þvi sumbli eru drukkin ótal full, fyrst og fremst lindarinnar, og að því búnu er drukkið minni svo að segja alls milli himins og jarðar. Veizlan er haldin að kvöldinu til og lindin alsett fjöllitum ljós- kerum. Par sitja Garðbúar i víðum hring umhverfis borð með langar tóbakspipur í munninum og rjúkandi púnskollur fyrir framan sig. Otal ræður eru haldnar og tækifæriskvæði kyrjuð, og ómurinn af söngnum og húrrahrópinu stigur upp úr garðinum og breiðist i titrandi raddbylgj- um út yfir nágrennið i vornæturkyrðinni, svo þeir, sem um strætin reika, vita ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, en leggja ósjálfrátt við hlust- irnar. En uppi yfir húsagarði breiðir lindin iðgrænt limið eins og ótal verndandi og blessandi arma yfir glaðværu synina sina, Garðbúana. Flestir Garðbúar munu minnast garðdvalarinnar með ánægju. Flesta mun reka minni til saklausra og ógleyriíanlegra glaðværðarstunda. Á þeim árum voru þeir ungir, glaðir og óragir og ljetu hverjum degi nægja sína þjáning. Peir tóku í hjörtum sinum undir með skáldinu og sungu: »Vort æskulif er leikur«, og þóttust færir í flestan sjó. Viljugir stigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.