Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 28
io8 Viðmótið og skapferlið haíði breytzt að miklum mun, það var auðsjeð á öllu. — Þegar þauTobías fóru, hjeldu börnin á smurðum brauðsneiðum í höndum, og ein stúlknanna kom hlaupandi á eptir þeirn með klút, sem hún hafði tekið úr kistu sinni, og gaf hann einni litlu stúlkunni. Og frömuður allrar forlagabreytingarinnar, hann Matti litli, var nú af náð og miskunn keyptur af kaupmanninum og borgaður rikulega með mjeli og síld. Hann hafði sýnt svo óyggjandi vissu fyrir því, að hafa beztu matarlyst og ágætis smekk, þegar hann komst í rjómagrautinn, að hann var beinlínis tekinn til svíneldis og lifði þar í vellystingum praktuglega til æfiloka. »Hreppskassinn« hafði um langa hríð stýrt forlögum Tobíasar; þeir voru greinilegustu andstæðingar. Meðan Tobías lamdi and- viðris-blá-barninginn, svo honum lá við spreng, til að forðast hann, þá lá hann allt af með flenta skoltana til að svelgja hann í sig; en loksins þegarTobías fleygði sjer í það gin, þá spúði hann honum hvæsandi og rymjandi alla götu — til Ameríku. Snemma i maímánuði var Tobías kominn alfari til borgar- innar; ferðbúinn til að fara með fyrstu gufuskipsferð vestur um haf. Hann bar stóran poka á bakinu, kistil í annari hendinni, en með hinni leiddi hann eina litlu stúlkuna sína; hann labbaði hægt ofan sjávargötuna og Marta Malvína á eptir með allan hópinn og bar smá böggla í höndunum og pjáturbolla til að taka matinn í á vesturförinni. Stóreflis hópur af götustrákum flykktist organdi og æpandi kring um þau, líkt og gargandi rnávar yfir síldtorfu. Gufuskipið lá út á höfninni og þeytti gráum reykjarstólpanum beint upp úr reykháfnum, og ferjan beið inn við bryggjuna; en þegar börnin fóru að tínast í hana, tóku strákarnir til að kasta hverjum snjókökknum á fætur öðrum; snjórinn var svo mátulega kramur i sólbráðinni. Tobías stóð hálfboginn og hjálpaði börnunum niður í ferjuna og sitjandinn horíði svo vel við strákunum, og karlinn var líka einkennilega þrýstinn og þjóbreiður; þeir, sem hafa lesið rit Dar- wins, geta sannarlega gert sjer ýmsar getgátur og dregið miklar likur að því, að sviplík muni að lokum verða þjóin á þeim, sem mann frarn af manni riða á skrifstofustólnum, eða hinum volduga aðli, sem situr í riddarasöðlinum, hver maðurinn fram af öðrurn í þrítugasta lið, og þau voru nú á Tobíasi, því allur feðrabálkur hans hafði þolinmóður þrælkað á bátsþóptunni. Og til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.