Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 25
105
öskraði utanbúðarmaðurinnn og henti sjer fram yfir borðið; —
Andrjes litli gat ekki stillt sig, þegar skreiðarhlaðinn hvítur og
þefsterkur var rjett við gómana; hann var búinn að ná í einn
þyrsklinginn.
»Snáfi þið burtu, ■— og það á augabragði!« . . .
Það flykktust fleiri og fleiri utan um þau, og heimilishundur-
inn, hann Spori, líka; í þann svipinn mundi hann ekkert eptir því,
að hann var kunnugur slátraranum, heldur gelti og urraði í hæl-
unum á beiningahyskinu.
»Burt frá bryggjunni!« . . . Þú ættir að fara í tugthúsið, — þú«
— öskraði kaupmaðurinn bálvondur á eptir þeim. —- »Þú ættir strax
að fara í tugthúsið« . . .
Þau hopuðu undan fram bryggjuna og fóru að tínast ofan í
bátinn. Tobías gekk seinastur, lútur og auðmjúkur, og reyndi að
hlífa þeim, það sem hann gat; það var aðeins seinasta tilraunin
sem hann gerði, þegar hann sagði um leið og hann staulaðist nið-
ur bryggjutröppuna:
»Það hefur ekkert okkar smakkað mat i dag.« .
Bátgreyið rúmaði naumlega svona marga, og hópurinn á
bryggjunni þrumaði yfir höfðum þeirra. Aðeins Marta Malvína
leit hörðum augum til hópsins, um leið og hún snöggt og skjálf-
andi breiddi gamalt brekán ofan á tvö yngstu börnin, og hallaði
þeim svo niður í skutinn.
En Matta litla vantaði þó- í bátinn. Hann hafði slitið sig
lausan og stokkið upp úr bátnum í einu kasti heim að húsunum.
Eins kvennelskur og bráðsoltinn og hann var, hljóp hann
snuðrandi og snuggandi beint inn í fordyrið, ruddi upp eldhús-
hurðinni og þaut þar inn.
Matti litli kunni nú að hagræða mat; það leyndi sjer ekki til
lengdar, hvað þrifinn og þarfur hann var.
Fyrst byrjaði hann á rjómagrautnum, sem maddama Sörvig,
yfirsetukonan, ætlaði að fara með yfir til konu forsöngvarans, sem
lá á sæng. Fatan með grautnum hafði bara sem snöggvast verið
látinn þarna við aringlóðina. Grísinn stakk trýninu niður í graut-
inn, svo hann ólgaði við hlustirnar. Hann hagræddi ekki öðru
þar í eldhúsinu, en það munaði Jíka um hann, þar sem hann
snerist að.
Matti litli kom stökkvandi og eldabuskan fokreið á eptir; hún
hrúgaði saman mesta sand af nöfnum og jós yfir hann, og ekki