Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 1

Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 1
Si Salthólmsferð. Sendibrjef herra Jónasar Hallgrímssonar til sinna samferðamanna. Hæstvirtu herrar og meðb ....r!1) Jeg er nú á ferðinni til Salthólmsa) og verð að rita ferðabók, sosem eins og við værum allir á inni mildu ferð til Hveneyjarh). Jeg er nú á ferðinni til Salthólms, og rita þetta eins og þið getið nærri úti hjá fagurri kvinnu í gulu húsi, eins og þið getið nærri. Jeg lagði á stað úr Khfn um miðdegi og nú er valla ein stund til náttmála, enda hef jeg náð 3 eða 4 dauðum dýrum af ættstofni lindýranna, sem jeg hefi aldrei áður sjeð, Þau sátu föst á kálk- steini gráum og fornum rjett fyrir utan skemmuna, sem meistari Lindbergc) prjedikar í. Hvur em eg að jeg líki mjer viðd) Lind- berg? — Piltar góðir, þetta ætlar að verða undarleg sjóferð. Jeg er búinn að reykja tvær tóbakspípur og drekka sosem hálfan pela af frönsku brennivíni, en vindurinn hefur verið á móti mjer, so jeg er ekki kominn lengra en þetta. Aður en jeg fór á stað, taldi jeg í sjóðnum, einsog Hindenburge) hefur fyrir rnælt. Þar voru 3rd 68 sk. Þar að auki í pjáturstokki brauð og smjer fyrir...... » 18 frakkneskt brennivín fyrir........................... » 16 tóbak fyrir.......................................... » 11 tinnur og tundursvampur fyrir..................... » 2 með öllu og öllu 4rd I9sk. Þetta hafði jeg til ferðarinnar, og er nú farinn að eyða af því öllu sarnan; þegar jeg kem í náttstað í kvöld, skal jeg reyna til að virða það og rita ukkur greinilega hvað rnikið hefur eyðzt. Jeg hef ekkert sjeð merkilegt, nerna hjólskip 'mikið og fagurt, (líklega svenskt), og mórauðan sauð íslenzkan, sem stappaði niður fætinum þegar hann sá mig. Jeg hef líka reynt til að geta mjer til, hvað margir faðmar af eldiviði væru í trjánum á leiðinni, það hafa verið tveir og þrír faðmar og rnest 6 og hálfur, einsog þið getið nærri. Jeg ') Svo í handritinu. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.1897)
https://timarit.is/issue/178857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Salthólmsferð
https://timarit.is/gegnir/991005221749706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.1897)

Aðgerðir: