Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 23

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 23
103 Tobías hafði raunar ekki getað áttað sig á þessu tilviki í bráð- ina, var kominn út á fjörð, áður en hann gat náð áttunum. Sigl- ingin sóttist fljótt og vel; hann var kominn nokkuð út fvrir Grá- hólma, þegar hann fyrst fór að sjá, að nú hafði það fyrir hann stigið, sem hann aldrei áður hafði getað hugsað sjer, að nú var ekki stefnt einungis í »hreppskassan,« heldur öllu fremur beint í kolsvartan kjaptinn á hegningarhúsinu. Og í sömu andránni sá hann segl blika við á eptir sjer; þekkti undir eins að það var sex- æringurinn, sem festur var áðan við vöruhúsbryggjuna. Það var eflaust utanbúðarmaðurinn að elta hann. Tobías herti betur á seglinu, og báturinn fleygðist með öllum seglurn í rjúkandi sæ- drifinu. Tobías vissi vel, að nú var gamla fúna bátnum fullsiglt; það mátti ekki herða meira á þessu lekahripi, nema til þess hann steypti sjer þvert niður í bárudjúpið. Örskreiður og rnjúkur í báruflaumnum rann hinn á eptir og reisti hátt trjónuna, eins og ólmur graðhestur; drifthvíta seglið varð allt af stærra og stærra í augum Tobíasar. En þá tók líka Tobías seinasta úrræðið; urn leið og hann beygði fyrir andnesið og hvarf sjónum þeirra, beitti hann meir i veðrið, og ætlaði sjer svo að srnjúga inn á milli skerjanna. Það hefði líka sjálfsagt heppnazt, ef ekki hefði um leið komið skyndi- legur sviptib}dur. Hann kom eins og örskot ofan úr hjáfjalli, beint í seglið og sneri öllu í einum rykk, en særokan stóð í háa lopt, þar sem hann þaut eptir þverum firðinum. Tobías greip dauðahaldi um leið og bátnum hvolfdi, og taldi sjer dauðan vísan, — það var líka það allra bezta úr því sem kornið var. Hann var viss um að báturinn sykki eins og steinn; það var óhugsandi að þetta sollna fúna skrifli flyti. Hann varð alveg forviða, þegar sú varð raunin á, að báturinn flaut, og það meira að segja flaut sjerlega vel; þá var hann heldur ekki svipstund að komast á kjölinn og ríða þar klofvega yfir. Það var líkt og myllusteinn hefði verið leystur af hálsi honum, — nú var þó mjelpokinn niðri á mararbotni. Þegar sexæringurinn kom fyrir nesið og þeir sáu, hvernig Tobías var staddur, hvíuðu þeir allir af gleði. En eiginlega varð þeim ekki þessi ferð til fjár; — þeir máttu þó til, að bjarga hom- um, húðarselnum, sem reið á kjölnum, Þeir fengu fyllilega að sanna, að það lifir lengst, sem mönn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.