Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 46

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 46
126 tekst betur. Þó er meiri þunglyndisbær og sorgarsvipur yfir persónun- um í Laxdælakviðu en í Laxdælasögu. Kviðan um Sigurð Fofnisbana, 1877, er stórskorin og tignarleg, eins og efninu hæfir. Hún er í fjórum pörtum. I. Um Sigmund föður Sigurðar. II. Reginn (Sigurður fæddur, vegur Fofni og Regin, ristir brynjuna af Brynhildi á Hindarfjalli, og er því lýst með dæmafárri snilld). III. Brynhildur (draumur hennar, Sigurður hjá Niflungum, Guð- rún, vafurlogareið, víg Sigurðar, tregrof Guðrúnar, bálför Brynhildar). IV. Guðrún (og Atli, Niflungavíg, dauði Guðrúnar). Morris hefur opt höfuðstafi og stuðla í kviðu þessari, og tek jeg til dæmis um Sigurð Fofnisbana: »For they look on the might of his limhs and his waving locks they see.i. Er mesta furða, hve vel hann nær kenningum og orðsnilld Eddu- kvæðanna og Völsungu, enda hefur hann lagt sig til, því yrkisefnið er hið ágætasta, sem nokkurt skáld getur átt, og mun það ætíð verða hin ýtrasta skáldraun (sbr. mannraun) að yrkja um það. Richard Wagner hefur líka ort um Völsunga í hinni miklu tóna-»tetralogi« sinni um Völsunga og Niflunga og mun slikt aldrei fyrnast. I »Poems by the Way« er kvæði um Hallbjörn sterka úr Land- námu, og annað um Gunnar á Hlíðarenda. Kvæði í landsýn við ísland lýsir ástarþeli Morrisar við Frón. A ofanverðri æfi sinni var Morris sósíalisti og orti og ritaði margt í þá stefnu. Honum var flest til lista lagt, þvi hann var skáld, málari, prentari — Kelmscott prentsmiðja hans prentaði dýrari og kostulegri bæk- ur en nokkur önnur prentsmiðja —, húsasmiður, veggtjaldasmiður o. fl. Hann vildi ekki láta hagga einum stein í gömlum merkiskirkjum, en alla presta vildi hann láta hengja. Jeg kom opt á fundi, sem hann hjelt heima hjá sjer, og einu sinni' kallaði einn ræðumaður mig danskan — hann vissi ekki betur en Island væri danskt. Reis þá Morris i bræði og sagði, að Danmörk væri ekki þess verð að leysa skóþveng Islendings, hvað þá heldur að kúga hann, en til þess -vantaði hana ekki viljann, en máttinn. Oll Norðurlönd, og England með, væru andleg skattlönd íslands. Jeg skal ekki hafa meira eptir honum af skömmunum um Dani, en ræðu- maður kvaðst hafa sagt þetta i grannleysi og bað fyrirgefningar. Morris var likur íslenzkum bónda ásýndum, þrekinn maður og rek- inn saman, rauðbirkinn á hár og skegg, bláeygur og fasteygur. I klæða- burði var hann mjög tilhaldslaus. Hann var auðugur maður og ljet eptir sig um rniljón króna. Hann átti verksmiðju nálægt London, þar sem ofin voru veggtjöld og smíðað ýmislegt, sem bætti hýbýlahátt Englend- inga. Hann var mjög góðgjörðasamur maður og ör á fje við fátæka. Peim, sem þekktu hann bezt, þótti mest til hans koma, en sumum útífrá þótti hann vera nokkuð hrossabrestslegur, enda var hann óhlífinn í orð- um, við hvern sem var að skipta, og fór ekki i launkofa með neitt, sem honum mislikaði. — Kona hans og tvær dætur eru á lífi. Lundúnum, í marzm. 1897. Jón Stefánsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.