Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 7

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 7
87 Hárskógi* er þar á móti eins. Seinni vísan (»Ein sat hún úti«) hefur aldrei verið prentuð. — I2) Úr Hóraz (grimmur tígris eða getúlskt ljón).— m.) = Nu rinder Solen op i 0sterlide o. s. frv. — n) Bagsværd, upp á land í nánd við Lyngby. — o) Lilleröd og Lynge fyrir neðan Holte. — p) = Terkelskov, þar í nánd við. — r) = Lyngby og Ordrup, nokkuru fyrir norðan Khöfn; rjett við Lyngby er Fredriksdal og Jægersborg. — s) Mun vera Ari á Flugumýri; hann »lá i tjaldi i Dyrehaven og hafði þar jafnvel einhverjar veitingar. Hann bjó til mjög góða bifur« (Páll Melsteð). Þó að þessi ferðasaga muni ekki þykja stórum merkileg, þótti þó ekki áhorfsmál að álíta hana prenttæka. Hún er smágamansöm og lýsir Jónasi all- vel að mörgu; þótt hún sje ekki meiri, má segja, að beztu eiginlegleikar hans komi þar fram; meðaumkvun hans og viðkvæmni birtist svo vel í hinni stuttu athugasemd hans um vegabæturnar og bændurna. Spaug hans og græskulaus fyndni er þar alstaðar öðru hverju. Og ekki skulu menn furða sig á, þótt þar sjáist og tilfinningar fyrir kvennlegri fegurð og atgjörvi. — En ekki sízt skýrir sagan vísurnar, er áður gat um og annars eru óskiljandi, og einkum, hver þessi »Salthólmsferð« í raun og veru var. sÞað sögubrot er algjörlega týnt« stendur í athugasemdunum (bls. 395 í útg.); þessi orð detta nú úr sögunni. »Salthólms ferðin« er í safhi Konráðs Gíslasonar í Árnasafni; er hún prentuð hjer með öll- um ummerkjum, nema að nokkur orð eru prentuð með grísku letri. Einstöku skýringar hefur Bogi Melsteð útvegað mjer hjá Páli frænda sínum. Khöfh í janúarm. 1897. Finnur Jónsson. Einar Jónsson: Refsidómurinn. Flestir af lesendum »Eimreiðarinnar« muna liklegast eptit litla drengn um, sem lá á knjánum, fórnandi höndum, og var að biðjast fyrir (EIMR. I. 38); það var frumsmíð Einars myndhöggvara Jónssonar. Hjer birtist önnur mynd eptir sama mann — Refsidómurinn. Virðum fj^rst fyrir okkur andlitið á manni þeim, sem hjer hefur orðið fyrir sofreiði guðanna«. — Andlitið er harðýðgislegt og hreysti- legt, það lýsir frábæru sálarþreki og óbifanlegri viljafestu og ber það með sjer, að maðurinn hefur aldrei látið af sínum málsstað. Hann hefur þess vegna verið merkismaður sinnar tíðar og haldið fána hennar fram í fylkingarbroddi; en nú er merkisstöng hans höggvin sundur og hann sviptur merkinu. Hvernig víkur þessu við? Hann hefur eflaust lengi fylgt merkinu dyggilega fram og unnið málsstað sínum með ósjerplægni, en svo hefur móða fallið á hinn fægða skjöld hans, og hann hefur hulið sig skýlu yfirvarps og yfirdrepsskapar, en samt sem áður hefur hann ætlað sjer þá dul að halda áfram með að vera forvígismaður samtiðar sinnar. Þá hefur refsinornin komið yfir hann, sem reiðarslag úr heið- ríkju. Hún hefur dregið slæðu þá, sem hann hefur hulið sig i, undan honum, brugðið henni um knje sjer og þannig fellt hann á hans eigin

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.