Eimreiðin - 01.09.1902, Page 3
Brá ekki vitund né vék, þó
Viðstaddir augu’ á hann hvessi —
Maður laut öðrum að eyra
Inti til: Hver er hann, þessií
Böguleg bið var á svari,
Byrjunin glápandi furða;
Loksins dró hugsunin hæverskt
Háðbros um andlit ins spurða.
»Ó, hann! það er foringi fyrndur,
Flæmdur í bardaga loknum;
Seinasta vofan í valnum
Af varhluta mótstöðu-flokknum.«
Glampaði öldungsins auga
Óvörum, snöggvast við svarið —
í*að koma stundum þær stundir
Stopular, því er svo farið,
Pegar eitt augnablik opnast
Útsýni, launkofi, smuga;
Örlögin blasa við augljós
Eldingum leiptrandi huga.
Öll fyrir augum hans stóðu
Erindislokin í hilling:
Alt var ei selt fyrir sættir!
Svarað því gat hann með stilling —
Vit þú, að við unnum nokkuð,
Við, sem þó óhöppum mættum,
Forðuðum lýðnum frá læging,
Landinu minkunar-sættum.
III. ANDI LAMPANS.
Sko, hann situr svo sem dáinn:
Svefn í höfði, opin bráin.
— Dagur inn um gluggann gægist
Gráblá kinnin, augun rauð;
Höndin máttlaus, hitasnauð,
Eins og líf úr limum drægist.