Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 5
165 Mök við slíkan anda eiga Eftir þetta, lát þér geiga. Earna sérðu sjálfur merkin: »Samson, kappa, kreptan fjötrum, Konungsson í betli-tötrum,« Anda lampans vildar-verkin! Vilt þú reika’ í ríkum borgum Ráfandi, og milli bæja, Bjóða kaup á tómum torgum, Tjóni með — sem fíflin hlægja. Framsýn reynsla fyrir spáir: Forlög hans þú kjósir, þráir. Ekki tekst þér hug þinn hylja Hót með það sem leiði grun um! Ograð þér með aðvörunum Svo hef’ ég, með viti’ og vilja — Anda lampans eignast hvetur Áfýsn þig með tæli-vonum — íslendingur, ef þú getur, Ofurselur þú þig honum. Framfarir Vestmanneyja. Eftir bORSTEIN JÓNSSON lækni. Vér eyjarskeggjar erum lítið og nokkuð afslrekt mannfélag, og það er bæði fróðlegt og þarflegt fyrir oss að líta aftur fyrir oss og að gæta, hvernig oss hefir farnast að undanförnu, þvort það hefir rekið eða gengið, hvernig ferðalagið hefir lánast, og svo geta menn að því athuguðu, einkum hin nýrri kynslóð, sett sér ný takmörk, ný markmið, er æskilegt sé að keppa að. Fg segi ný takmörk, af því ég ætla, að fremur hafi gengið en rekið hjá oss um hríð, að menn hafi náð nokkrum settum markmiðum, og eigi því að keppa að öðrum. Pað er ætlun mín í kvöld, að lýsa fyrir yður eða skýra frá ástandinu hér hjá oss í nokkrum atriðum á síðari hluta hinnar 19. aldar, sem nú var að kveðja, og leitast.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.