Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 12
172
farg hvíldi á oss eyjarbúum fram yfir 1880. Hvað lítil samgöngu-
bót getur gert að verkum, má sjá á einu dæmi, sem ég vil til-
færa. Árið 1881 kom jagtin Josephine hingað með kolafarm frá
Reykjavík. Retta hafði þá verkun, að kaupmenn hér þegar settu
ofnkol niður í 5 kr., og lækkuðu þau síðar enn meir; áður höfðu
þeir tekið 6, 7 uppí 8 kr. fyrir skippundið, en nú urðu þeir
hræddir um, að eyjarbúar færu að sækja kol og jafnvel fleiri nauð-
synjar til Reykjavíkur, ef þeir lækkuðu eigi verðið á þeim. Mest
hefir breytingin orðið á síðasta áratug. Mönnum hefir lærst að
panta vörur fyrir peninga beint frá útlöndum, og nú eru menn
farnir að senda vörur til umboðsmanna erlendis, og panta aftur
útlendar vörur fyrir; fá menn þannig peninga fyrir vörur sínar og
fyrir;þá aftur vörur með alt að l/3 lægra verði en hér gjörist, og
þetta hefir aftur leitt til þess, að aðalverzlunin hér er farin að
selja vörur með peningaverði, sem aðeins er lítið eitt hærra en
pöntunarverðið. Fyrir 30 árum var hér mikil vesöld, fátækt og
kaupstaðarskuldir, en nú munu fæstir skuldugir í búðum, en flestir
eiga inni eftir hin síðustu góðu aflaár. Menn verða þá fyrst
sjálfstæðir, er skuldahelsið er af þeim leyst, og þeir orðnir svo
efnum búnir, að þeir geti fengið sér ársforða, án þess að taka
lán hjá kaupmönnum með okurvaxta framfærslu þeirra. (Um
skaðvæni skuldaverzlunar sjá Eimr. VI, 220). Síðan fyrir miðja
öldina vóru hér 3 verzlanir, en svo minkaði verzlunarmagnið
svo, að 2 duttu úr sögunni snemma á 10. tug aldarinnar, svo
hér varð þá um sinn aðeins' ein verzlun eftir, og þótti ærið
harðdræg. Pað er því gleðiefni, að hér er á síðustu árum að rísa
upp ný innlend verzlun, sem þegar hefir vaxið talsverður þráttur,
og bætt verðlag á ýmsum varningi að verulegum mun; hygnir
menn óska því þessari verzlun velfarnanar. Svo sem getið er
um hér að framan, hafa einatt verið lögð fremur þung sveitarút-
svör á verzlanirnar hér, en að öðru leyti hafa þær eigi, svo teljandi
sé, stutt eða styrkt nein nytsemdar- eða framfarafyrirtæki; þótt
þess hafi verið farið á leit, hefir það enga áheyrn fengið. Stærsta
verzlunin hér eða umboðsmaður hennar hét (um 1890) að borga
25 kr. tillag á ári til ekknasjóðsins hér, en hætti því aftur eftir
fá ár; þótti mönnum það lítilmannlegt af stórauðugum kaup-
manni. Samgöngurnar hafa smásaman verið að batna hina síð-
ustu 2 áratugi, og síðan strandbátarnir komust gang, má segja