Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 20

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 20
i8o Þú sér þarna vonirnar, vængjaðar, skínandi, viðkvæmar, brosandi, lofthallir sýnandi, indælar svífa, mót árdegi bendandi, yl sinn og ljós nið’r á mannkynið sendandi. Og þarna er huggunin, hendurnar réttandi hefjandi sálirnar, byrðirnar léttandi. Og þarna er trúin, við bjargfastan barminn bjóðandi hvíldina, sefandi harminn. Og þarna er kærleikur, kristni og jöfnuður, heil krossferð af líknsemi, hjálpræðis-söfnuður, sinnandi eymdinni, laðandi, leiðandi, ljós yfir jarðneska ástandið breiðandi. Og þarna er ljóðanna- og listanna-dís á lífsins öldum hún hnígur og rís — — — En þetta’ er ei til þess að færa’ ykkur friðinn; nei, fyrst nú er mannkynsins rósemi liðin. Pað keppir og varðar um himnesku hnossin, það hefur til baráttu sverðið og krossinn. Ear berst sérhver mannssál á báðar hendur og berst — vertu viss — meðan heimurinn stendur. Pví friðurinn, vinur, þú veizt ei hvað friður er, það er veldi og fullkomnun þess eins, sem miður fer, það er kyrðin hin geiglega, geimurinn auði, það er gjörsamlegt jafnvægi — eilífur dauði —«. IV. Og nú er hann farinn, sá ótætis-ár, og aftur ég horfi út í storm og él, og flókana þarna’ upp við tunglið ég tel með tröllaukin andlit og logandi hár. En myndirnar — eru þær enn þar á sveimi? Eg sé eimtóm élin. — Eær hljóta að vera ættaðar frá mínum innra heimi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.