Eimreiðin - 01.09.1902, Side 27
i»7
barna! Findu kraft guðs í sál þinni og blóði! Snú þú aftur með
týnda syninum, og muntu óðara endurnærast í faðmi föður þíns,
sem sér þig álengdar. En tign þín, hinn guðlegi kjarni þinn er
í vilja þínum og frjálsum viðburðum. »Hvað var Jesús?« spyr dr.
Kj. Hann svarar: »F*að, sem maðurinn á að verða; það sem
maðurinn verður, þegar hann nær aldurshæð Krists.« Dr. Kj. bar
heita og háleita elsku til Jesú Krists. En þó hann væri í fyllri
guðs mynd en vér, þó hann væri ljómi hans dýrðar og ímynd
hans veru, var hann maður eins og vér, og ekkert annað en
maður, en — gætið þess — hann var um leið fyrirmynd manns-
ins, fullkominn maður. Trúargreinin um Jesú, sem aðra per-
sónu þrenningarinnar, bætir engu við hann nema guðfræðilegri
dýrðarglýju, sem enginn skilur án hártogunar, en sem deyfir og
deyðir trúna á manneðlið og innrætir oss, rétt skiliö, of þröngar
og blendnar hugmyndir um vorn himneska föður. En guðs son
og frelsara, fræðara og fyrirmynd kallaði dr. Kj. Jesúm frá Naza-
ret, og svo gjöra enn allir sannir lærisveinar þessa guðlega
kennimanns. Maíth. Jochumsson.
Há vifoss.
Fegurstir fossar verða þar, sem vatnsbreiða hraðar fram að
brún, hvelfist síðan yfir haná og steypist fram af óskoruð öll
breiðan.
Svo er um t. a. m. Skógafoss; honum er bezt lýst með
þessum orðum Jónasar:
Hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða.
Foss sá, er hér ræðir um, er nú að vísu ekki eins skrautlegur
eða velvaxin og Skógafoss, en hann er miklu hærri, um 400 fet
á hæð, og mun því vera einna hæstur foss á landinu, þeirra sem
nokkurt vatnsmegn er í.
Hávifoss — er ég legg til að svo sé nefndur — verður þar,
sem Fossá1 fellur ofan af hálendinu. Áður var undir fossinum
hylur mikill, en hann fylti af grjóti jarðskjálftasumarið (1896).
1 Fossá rennur í Pjórsá.