Eimreiðin - 01.09.1902, Side 43
203
vegna birtunnar, að bygg þroskast á 2—3 vikna styttri tíma norður
á Finnmörk en suður í Guðbrandsdölum. Þetta hvorttveggja eru ein-
ungis sennilegar getgátur, sem bygðar eru á sterkum líkum, en eru ekki
enn þá vísindalega sannaðar.
Hið lakasta við ritið er, að í það hafa slæðst ýmsar villur; en
nokkrar þeirra eru ef til vill prentvillur. Þannig segir höf. á bls. 7, að
100 'B' af hráu grasi léttist um 70—80 við venjulegan heyþurk, en
á næstu bls. á undan hefir hann sagt, að þurefni jurtanna væru hér
um bil x/ö af þyngd þeirra; nú inniheldur þurkað hey frá 10—2o°/o
vatn, og ætti því hrátt gras ekki að léttast nema 55—7 5°/ovið þurk-
inn. Á bls. 89 virðast mér tölurnar 1:250 og 1 : 100—150 ekki geta
átt við faðmatöluna, sem til er tekin milli garðanna, heldur muni
1 : 320 og 1 : 160—240 vera réttara, svo framarlega sem vatnið á
hvergi að vera dýpra en 15 þuml. eða grynnra en 6 þuml. Á bls.
100 telur höf. feitina kolvetni (Kulhydrat?). Á bls. 102 er sagt, að
kúatað innihaldi 38,67 °/o holdgjafa, 14,66 °/o fosfórsýru og 53,34 °/o
kali, en þetta á að líkindum að vera: 0,3867 °/o, o,1466°/o og 0,5334°/o.
Á bls. 106 segir höfi, að víðast muni betra að taka mold úr harðvelli
en mýrum, til að blanda í áburðinn; þetta er alveg rangt, og mold úr
óræktarmóum ætti ekki að nota til áburðar, ef kostur er á öðru betra;
en það verður að þurka og viðra mýramoldina vandlega, áður en hún
er notað. Á bls. 107 tilfærir höfi, hve mikið mold innihaldi af hold-
gjafa, og liggur beinast við að álíta, að hann eigi við harðvellismold-
ina, sem hann er nýbúinn að ráðleggja að blanda áburðinn með; en
þær tölur, sem hann tilfærir, geta ekki átt við annað en mómold
(svarðarmold) eða góða mýramold. Á bls. 136 telur höfi hundagras
(Dactylis glomerata) á meðal innlendra fóðurjurta, en ég veit ekki til,
að það vaxi óræktað á Islandi, og hvergi hefi ég séð það talið með
íslenzkum jurtum.
Þó ég hafi fundið margt athugavert í ritinu, þá tel ég það þó
engan veginn einskis nýtt, og mér er það full ljóst, hve mikið vanda-
verk það er, að semja íslenzka jarðræktarfræði, þar sem nálega engar
rannsóknir á íslenzkum jarðvegi eða jurtum hafa verið gerðar, heldur
verður að byggja næstum alt á útlendri þekkingu. Einnig verða erfið-
leikarnir tvöfaldir, þegar rúmið er svo takmarkað, að jafnyfirgripsmiklu
efni, og þetta er, verður að koma fyrir í svona litlu kveri. Víða í
kverinu eru líka góðar bendingar, sem gætu komið að talsverðu gagni,
ef eftir þeim væri farið, einkum í köflunum um framræslu, áburð og
túnrækt; tekur höf. þar ýmislegt fram, sem hver einasti bóndi á land-
inu þarf ekki einungis að vita, heldur líka að breyta eftir. Þó eru
ýms atriði í þessum köflum, sem ég er höf. ekki samdóma um, en
sem að sumu leyti hafa ekki mikla þýðingu, en að öðru leyti liggja
fyrir utan takmark þessara lína.
Málinu á ritinu er viða ábótavant, og getur því valdið misskiln-
ingi á stöku stað.
Það er enginn efi á því, að höf. hefir mjög góðan og lofsverðan
vilja á að leiðbeina alþýðunni í þeim greinum, sem að búnaði lúta;
en óskandi væri að honum tækist að vanda fráganginn á næsta riti
sínu nokkru betur. “ Stefán Kristjánsson.