Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 47

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 47
207 »Hingað brunar Heimdallur, «honum Valtýr ræður, »blár og digur berserkur, »bændum gestur skæður. »Hefir fjöld af fallbyssum »fantrinn til að stríða; »hér mun ekki’ á Hornströndum »holt í kyrð að bíða. »Skýrt hefr Magnús mér því frá, »muni ’ann þessa daga »landið okkar suðr í sjá »svikull ætla’ að draga. »Haldið þið, piltar, Hornið í, »hér þarf fast að standa; ssendið mig í málma-gný »móti þessum fjanda. »En ef þið hans eflið lið »eða fylgið honum, »danskir verðið þrælar þið »þá á galeiðonum. »Sonum verður skipað skjótt »að skjóta feður sína; »þá mun dauðans næðings-nótt »nísta ættjörð mína. »Ég á »órótt ólgu blóð« »eg skal standa’ og veijast »og með hug og hetju-móð »hermannlega beijast.« — Hornstrendingum heldur brá, hvítnuðu þeir í framan. sKjósum Hannes Hafstein þá!« hrópuðu allir saman. Frá kosning séra Arnljóts Ólafssonar segir svo: Ljótur gamli lengi hafði legið þá í kör; að sér rekkju-voðum vafði vopna aldinn bör. Sér á vinstri síðu kló ’ann, svo í brækur fór; hart á lærið hægra sló ’ann, hét á Krist og Éór: »»Æðstu þekking« ellin veitir, »á mér þetta sést; »heyri allar hraustar sveitir, »hvað mér sýnist bezt: »Se1jið mig í sæti Bensa, »svo er bætt vort tjón; »enn mun karlinn kunna’ að skensa »kjaftfor þingsins flón. »Hörmung er, ef hér á láði »heimskan skjöldinn ber: »ég vil Magnús minn að ráði »mektugr öllu hér. »Bankann þarf ei—Þórshöfn dugar, »þar er Snæbjörn minn; »ég skal flytja fegins-hugar »fram þau stórmælin. »Ljótur hræðist aldinn eigi »atför Valtýings; »máske karli koma megi »kviktrjám á til þings.« — Að svo mæltu út af féll hann — úti’ um þingreið var; enginn vildi’ í elli hrella’ ’ann — og þeir kusu’ hann þar. í frásögunni um kosningarbaráttuna í Vestur-Skaftafellssýslu eru meðal annars þessar vísur: Doktor Forni fúll í svörum fór með kukl og seið; skaut hann mörgum eitur-örum, austr á Síðu reið. Kjörþingsdaginn röðull roða reifar engi’ og tún; glit af skærum geisla-boða gylti fjallabrún.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.