Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 53

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 53
213 Síðasta visan í Varabálki, sem er »hinstu ljóð« höfundarins, er þannig: »Nætur góðar býð jeg brátt; bæti þjóðin galla; gæti ljóða lýðir þrátt. Læt ég óðinn falla.« Prentun og allur frágangur á Varabálki er í góði lagi. H. P. í UPPNÁMI, íslenzkt skákrit 1901, 4 hefti. VI -j- 187 bls. Gefið út fyrir Taflfélag Reykjavíkur. Tímarit þetta, sem nú er kominn af 1. árg., er gefið út af prófessor Willard Fiske í Flórens, fomvini íslands. Skákbækur hafa ekki fyr verið til á íslenzku, og alt til síðustu tíma sárfá rit á öðrum norður- landamálum um skák, og þá erfitt eða ómögulegt fyrir flesta að sækja skákkunnáttu í þýzk og ensk rit. Að tefla skák, án þess að hafa lesið neitt um skák, er líkt og að leika á hljóðfæri en þekkja ekki nótur. f>að er því ánægjuefni fyrir alla íslenzka skákmenn að fá þetta rit. Tímaritið byrjar á því að kenna mönnum að lesa og skrifa skák. Allar helztu taflbyijanir eru sýndar með tefldum töflum, nokkur tafllok og fjöldi skákdæma flest þeirra eigi áður prentuð. í ritinu em ágrip af sögu skáktaflsins frá elztu tímum til vorra daga eftir prófessor Fiske, og þar getið komu skáktaflsins til íslands á 12. öld, 2 skemtisögur um skák eftir sama og er sú fyrri um Karl XII í Bender ágæt, enda kunn um víðan skákheim. í dálkunum »Útlendar skáknýungar« og »Úr skákríki voru« er ýmislegt nýstárlegt og fróðlegt; frá skákiðkan Gríms- eyinga er skýrt í sérstakri grein eftir bréfum þaðan, og er þar með sannað, að skáksnild þeirra er engin kerlingabók. Tímaritið er prýði- legt að öflum ytra frágangi og hefir verið lofað að verðleikum f öllum helztu útlendum skákritum. E. F. M. TJALDBÚÐIN IX. 1 þessu hefti er fyrst framhald af sögu Winni- peg-safnaðar, sem getið var um í VIII. hefti á bls. 22. Og síðan er ágrip af sögu Tjaldbúðarsafnaðar 1894—1900: T>að er framhald af kirkjusögu Vestur-íslendinga 1854—1894, sem var í VIII. heftinu, bls. 17—33- Síra Hafsteinn Pétursson hefir nú þannig skráð »Landnámu« og »Kristnisögu« Vestur-íslendinga. Það er heppilegt, að það gerði jafnkunnugur og fróður maður um þessi efni eins og síra Hafsteinn. M. Þ.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.