Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 54

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 54
214 Jólagj öfin. (Santa Claus kemur til Simpson’s Bar). Eftir Bret Harte. Rigningar höfðu gengið í Sacramento-dalnum. Áin, North Fork hafði flætt yfir bakka sína og lækurinn, Rattlesnake Creek1 var ófær. Fáeinir hnöllungssteinar höfðu bent á sumarvaðið við Simpson’s Crossing.2 Peir vóru nú í kafi undir vatnsflóði miklu, er náði alla leið til hæðanna við fjallsræturnar.3 Póstferðavagninn hafði orðið að nema staðar við Granger’s. Seinasta póstinn varð að skilja eftir í foræðunum. En ökumaðurinn bjargaði lífinu með sundi. Blaðið »Sierra Avalanche«4 var stórlátt og hreykið yfir því fyrir hönd sveitar sinnar, að þar »væri nú jafnstórt land og ríkið Massachusetts vatni þakið.« Veðrið var engu betra á hæðunum. Á veginum yfir fjöllin var var forin djúp. Flvorki líkamlegur kraftur né siðferðisávítun gat mjakað flutningsvögnunum burt af illa veginum, sem þeir höfðu gengið á. Þeir tálmuðu umferðinni. Vegurinn til þorpsins, Simp- son’s Bar, var alþakinn strönduðum akfærum og bergmálaði af blótsyrðum. Pangað var eigi hægt að komast. Simpson’s Bar stóð álengdar hundvotur af rigningunni, forugur og stormlaminn. Og vatnsflóðið ógnaði honum. En hann sat, eins og svöluhreiður, fastur við steinbrúnir og klofin súluhöfuð Table Mountain’s6 og skalf í stormviðrinu. Pað var aðfangadagskvöld 1862. Pegar nóttin lagðist yfir nýlenduna, skinu fáein ljós gegnum þokuna frá kofagluggunum báðumegin við aðalveginn. Nú runnu lækir eftir honum í ýmsar áttir, og hvirfilvindar lömdu hann. Til allrar hamingju vóru flestir nýlendumenn komnir saman í Tliomp- son’s-búð. Peir þrengdu sér saman umhverfis eldrauðan ofn, hræktu á hann og þögðu, eins og það væri viðtekin samkvæmis- regla þeirra, að þetta kæmi í staðinn fyrir viðræður. Allar skemt- ana-uppsprettur, sem hægt var að nota í Simpson’s Bar, vóru í raun og veru fyrir löngu þrotnar. Vatnsflóðið tálmaði venjulegri vinnu í gjánum og við ána. Sakir þess var skortur á peningum og brennivíni, svo að flestar ólöglegar hressingar 1 Skellinöðrulækur. flóðið. 5 Borðfjall. 2 Simpson’s-vað. 3 Sierra Nevada. 4 Sierra-snjó- pýð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.