Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 60
220 hvort hláturinn heyrðist út í eldhúsið, eða förunautur Gamla á lífsleiðinni hafði gereytt öllum orðum þeim, er hún gat látið reiði sína og fyrirlitning í ljós með, en bakdyrahurð var skyndilega skelt með miklu afli. Augnabliki síðar kom Gamli aftur í ljós. Hann var svo heppinn að vita ekkert um orsökina til hláturs þeirra, og sakir þess brosti hann blíðlega. »Kerlingin mín hélt, að hún mundi skreppa yfir um til frú McFadden sér til skemtunar,« sagði Gamli með spjátrungslegu hirðuleysi, um leið og hann tók sér sæti við borðið. Pótt undarlegt virðist, þá var atvik þetta nauðsynlegt til þess, að gestirnir gætu losað sig við alla feimni og hugarvíl. Ein- urð þeirra kom aftur með húsráðanda. Eg ætla ekki að reyna að lýsa veizluglaðværð þeirra kvöld þetta. Forvitnum lesanda er óhætt að trúa því, að viðræðurnar seinna um kvöldið báru vitni um jafnmikinn andlegan þroska, jafngætna lotning, jafnglögga smekkvísi, jafnmikla orðsnildar-nákvæmni og jafnrökréttar ogjafn- skipulegar ræður, eins og einkennir viðræðurnar, þegar karlmenn í mentaðri og auðugri héruðum halda líkar samkomur. Með því að ekkert glerstaup var á borðinu, þá var ekkert brotið. Og með því að ölföngin vóru ekki ofmikil, var engu helt niður á borðið eða gólfið. Um miðnætti var glaðværðin rofin. xFei — þei,« sagði Dick Bullen og hélt uppi hendinni:, Johnny í litla herberginu kallaði með grátstaf í kverkunum: »Pabbi!« Gamli reis fljótt á fætur og hvarf inn í litla herbergið. Brátt kom hann aftur í ljós og sagði: »Giktin er aftur orðin vond. Nú vill hann láta nugga sig.« Hann tók stóru tágaflöskuna, sem stóð á borðinu, og hristi hana. Ekkert brennivín var eftir í henni. Dick Bullen setti frá sér blikkbollann og hló vandræðalega. Sama gerðu félagar hans. Gamli leit ofan í bollana og sagði vongóður: »Eg held þetta sé nóg. Hann þarf ekki mikið. Sitjið kyrrir eitt augnablik. Eg kem undir eins aftur.« Um leið hvarf hann inn í litla herbergið með gamla ullardúksskyrtu og brennivínið. Hurðin féll illa að dyrastafnum. Sakir þess gátu þeir glögglega heyrt eftirfarandi viðræðu: »Nú, litli sonurinn minn, hvar kennir þú mest til ?« »Stundum hér og stundum þarna neðar; ég kenni mest til þaðan og hingað. Nuggaðu þar, pabbi.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.