Eimreiðin - 01.09.1902, Page 61
221
f’að varð þögn, sem virtist benda á, að Gamli nuggaði af öll-
um kröftum.
»Skemtið þið ykkur vel þarna inni, pabbi?« sagði Johnny.
»Já, litli sonurinn minn.«
»Á morgun eru jólin. — Er það ekki rétt?«
»Jú, litli sonurinn minn. Hvernig líður þér nú?«
»Betur. Nuggaðu dálítið neðar. Hvað eru jólin? Hverja þýð-
ing hafa þau?«
»Jólin, jú, þau eru — dagur.«
Pessi nákvæma skýring virtist vera nægileg, því nú var nuggað
í þögn. En brátt tók Johnny aftur til máls:
»Kerlingin segir, að alstaðar nema hér í húsinu séu öllum
gefnar jólagjafir. — Og svo illmælti hún þér. — Hún talar um
mann einn, sem nefndur er Sandy Claus.1 Hann er ekki hvítur
maður, heldur nokkurs konar Kínverji. Hann kemur á jólanóttina
niður gegnum reykháfinn, gefur börnum gjafir — drengjum eins
og mér — og lætur þær í skóna þeirra. Petta reyndi hún að
telja mér trú um. Nú, nú, pabbi, hvar ertu að nugga, — þú ert
heila mílu frá verkjarstaðnum. Hún bjó alla þessa sögu til — er
ekki svo — til þess að stríða mér og þér? Nuggaðu ekki þarna.
— Hvað gengur að þér, pabbi?«
fað varð svo hljótt og kyrt í húsinu, að hægt var að heyra
stunur grenitrjánna, er stóðu rétt fyrir utan það, og fall regndrop-
anna. Johnny hélt áfram og talaði í hálfum hljóðum: »Vertu nú
rólegur, pabbi, því mér er mikið að batna. Hvað eru félagarnir
að gera þarna inni?«
Gamli opnaði dyrnar í hálfa gátt og gægðist inn. Gestir hans
sátu þar glaðir við borðið. Fyrir framan þá lágu nokkrir silfur-
peningar og tóm peningabudda úr leðri. »Peir eru að veðja um
eitthvað — ofurlítið spil. Peir skemta sér vel,« sagði hann við
Johnny og byrjaði aftur að nugga.
Eftir nokkra þögn sagði Johnny hugsandi: »Ég hefði gaman
af að taka þátt í því og vinna dálítið af peningum.«
Gamli ítrekaði skyndilega »gamla formálann« sinn: Ef Johnny
1 í Vesturheimi er börnunum sagt, að Santa Claus. gamall maður hvítskeggj-
aður, komi á jólanóttina með jólagjafir handa þeim og leggi gjaflrnar í sokka þeirra
«g skó. Og jóladagsmorguninn eru börnin oft látin finna gjafir í sokkunum sínum.
Fýð.