Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 69

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 69
229 »Það er dálítið í böglinum handa Johnny. Spentu hann af mér. Eg get það ekki.« Gamli spenti böggulinn af honum og lagði hann fyrir framan uppgefna manninn. »Opnaðu hann, fljóttU Gamli gerði það með skjálfandi fingrum. I böglinum vóru aðeins fáein léleg leikföng — ódýr og luraleg, það veit hamingjan, en pent þeirra og glingur ljómaði. Eitt þeirra var brotið, öðru, er ég hræddur um, var gerspilt af vatni, og þriðja hafði fengið ljótan ótætis-blett. »Leikföngin eru ekki mjög ásjáleg, það er satt,« sagði Dick, hryggur í bragði .... »En við gátum ekki fengið neitt betra . . . Taktu þau, Gamli, og láttu þau í sokkana hans og segðu honum — segðu honum, þú veizt — styddu mig, Gamli.« Gamli greip Dick, um leið og hann hneig niður. »Segðu honum,« sagði Dick með fjörlausu brosi, — »segðu honum, að Sandy Claus hafi komið hingað.« Á þenna hátt kom Santa Claus til Simpson's Bar, forugur, rifinn og tættur, órakaður og ógreiddur, og annar handleggur hans hékk brotinn niður með síðunni. Og hann hneig niður við fyrsta þröskuldinn, sem hann kom að. Jólasólin kom í hægðum sínum á eftir og snerti fjarlægu fjalltindana með óumræðilega ástúðlegum, rósfögrum ylgeislum. Og hún horfði svo blíðlega á Simpson’s Bar, að alt fjallið roðnaði mót himninum, eins og það hefði verið staðið að drengilegu ágætisverki. Hafsteinn Pétursson þýddi. Bret Harte hét fullu nafni Francis Bret Harte. Hann var fæddur í bænum Albany í ríkinu New York innan Bandaríkjanna 1839. Faðir hans var skólakennari. Árið 1854 fór hann vestur til Kalííorníu í mannstraumnum mikla, sem streymdi þangað til þess að leita að gulli. Um 2—3 ára tíma reikaði hann víða um, eins og gullnemum var þá títt, og rak eina atvinnu eftir aðra. Á ár- um þessum fékk hann við eigin reynslu mjög nákvæma og víðtæka þekking á öllum siðum og lífernisháttum gullnemanna í Kalíforníu. Árið 1857 settist Bret Harte að í San Francisco. I fyrstu var hann setjari í prentsmiðju einni, en brátt gerðist hann rithöfundur. Báru ritgerðir hans, bæði í blöðum og tímaritum, langt af öllu því, sem menn áður höfðu átt að venjast í San Francisco. Einkum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.