Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 40

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 40
(1861) »En hitt er og einnig víst, að okkur vantar mikið til að geta verið vissir um, að við séum fœrir um að stjórna okkur sjálfir . . . Í’ví er ver, að geðpótti einstakra manna gengur fyrir, svo þeir gceta hans meira en almennra mála, og þar sem lítið afl er, þar er hægt að sundra.« MJS. 309. (1865) »Mér skilst, að deliríum tremens sé nú farið að verða conditio sine qua non til þess, að geta heitið skynsamur maður á voru landi. fetta getur þó ekki vel gengið.« MJS. 377. (1865) »Þeir, sem hafa nótóriskt deliríum, eru nú orðnir landsins vitrustu menn.t MJS. 379. Mikið má það vera, eí einhverjum þeirra, sem nú lesa þessi ummæli, verður ekki að orði: þetta getur ekki verið lýsing á á- standinu á Islandi um miðbik 19. aldarinnar, því það er nákvæm- lega það sama, sem við höfum heyrt og séð núna síðustu árin. Ef þessi ummæli eru svona gömul, þá hljóta þau að vera spá- dómar, sem nú eru að koma fram. Það er margt fleira í þessum bréfum, sem vert væri að minn- ast á, en rúm vort er svo takmarkað, að vér verðum nú að hætta. Vér skulum aðeins benda á tvenn ummæli enn, og eru önnur þeirra um þá menn, sem gera sér að reglu að skamma alþingi og allar þess athafnir niður fyrir allar hellur, en gera þó ekkert sjálfir til að kippa neinu í liðinn. Um þessa menn segir Jón Sigurðsson: (1861) aÞeir kenna aiþingi um og skamma það. . .en það er ekki gott, að hver horfi á hina og segi með faríseisku drambi: Mikið fjandi eru þeir vitlausir allir saman!<s. MJS. 312. Hin önnur ummæli, sem vér enn vildum leiða athygli manna að, eru ummæli J. S. í bréfi til Konr. Maurers um afstöðu Norð- manna til Islendinga, hve lítið sé að byggja á hjálp þeirra í sjálf- stæðisbaráttu vorri, og að þeir mundu varla reynast betri við- fangs en Danir, ef vér stæðum í sambandi við þá: (1861) sNorðmenn eru fúsari til að snúast móti okkur en með, og þér hafið án efa tekið eftir, — að minsta kosti finst mér svo, — að þó að Norðmenn ætíð gangi við frændsemi að oss, þá eru þeir ekki óráðríkari en Danir í viðskiftum, og hafa ekki verið.« MJS. 309. þetta verður nú að nægja að sinni. En gaman hefði ver- ið að geta líka sýnt með tilvitnunum úr bréfum J. S., hve brenn- andi áhuga hann hafði á framförum íslands í öllum greinum, menningu þess, atvinnuvegum, og fremst af öllu verzlunarfrelsinu,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.