Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 65
eins og reyndar yfir höfuð að tala öll dýr, sem ekki eru húsdýr
mannsins, og sem hægt er að ráða við.
Hvolpurinn þurfti að íhuga og rannsaka svo marga flókna
hluti. fað var nú fyrst og fremst að átta sig á jarðveginum, hvar
sé hægt að róta honum upp með löppunum og snuðra upp
fylgsni ýmsra leiðra kvikinda, eins og orma og ánamaðka, músa,
moldvarpna og engisprettna. — í*að var nokkurnveginn auðgjört,
að komast að þeirri niðurstöðu, að loftið og himininn eru hund-
inum alveg óviðkomandi, því þar er ekkert ætilegt. Pá var að
gefa gaum grasinu, sem gott er að liggja í, og jurtum og trjám,
sem gefa gott skjól. Pá var að reikna út hæð þeirra hluta, sem
þurfti að stökkva ofan af, og til þess gafst engin önnur leiðbein-
ing, en sársaukinn einn, sem fylgdi því, að detta og meiða sig.—
Það varð fljótlega komist að niðurstöðu um, að það er alveg á-
rangurslaust, að vera að elta fuglinn fljúgandi, og ekki til neins,
að vera að eltast við kött, sem stekkur upp í eik. — Pað var
þægileg uppgötvun, að rigningin nær ekki inn í húsin, en aftur
óþægileg sú reynsla, að vatnið er kalt og lífshættulegt til íbúðar,
og að eldurinn er brennandi og ægilegur, en aftur nógu þægi-
legur í vissri fjarlægð. Pá varð að kynnast nautunum og hestun-
um og ýmsum dýrum, ýmist meinlausum eða geigvænlegum.
Sérhver hundur á ekki einungis að láta sér þykja vænt um
húsbóndann, heldur líka konu hans og börn, og þetta er vana-
lega auðvelt, því hundi, sem elskar húsbónda sinn meira en alt
annað í heiminum, honum verður ósjálfrátt vel við alla, sem bera
svipaða hlýju til húsbóndans. Og þó krakkaóvitarnir klípi í róf-
una á seppa eða togi harkanalega í eyrun á honum með glensi
og gamni, þá verður hann að taka því skynsamlega og aðeins
tnáske sýna tennurnar, en ekki meira. fað er örðugra fyrir hund,
að taka því með jafnaðargeði, þegar vinnukonan sparkar í hann
og vill ekki lofa honum að liggja í hlýjunni við eldavélina. En
látum svo vera; það er ekki holt að reita hana til reiði, því
mörgum góðum bita hefir hún vikið að svöngum hundi. — Pað
er leyfilegt að éta allar matarleifar og naga öll bein, sem kastað
er í sorpdallinn — en vei þeim hutidi, sem stekkur upp á hvítan
dúkinn og hrifsar steikarbita. Og etigin afsökun er það, þó þetta