Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 76

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 76
152 en á náttúrlega að vera úlnliður (sbr. lat. ulna). »JSfóttari, (149) f. nætur eða náttar könnumst vér ekki við, og um nunnti« (156: íhann unti henni«) f. unni á við að segja við þýðandann, eins og Sveinbjörn Egilsson kvað um annan mann, sem líka brúkaði þessa orðmynd: Óðar drós þú untir, ekki að slíku eg tel; en þú ekki kuntir að henni fara vel. Flestir munu kunna að gera greinarmun á hvert og hvort; en eigi virðist þó svo um þýðandann, því á bls. 199 stendur: »Hún spurði sjálfa sig hvert Sören myndi hafa djörfung til að biðja hennar.« Sem dæmi upp á stafsetningarvillur má taka: »Brynhyldur« (4, en rétt í næstu línu á eftir: Brynhildur), nyljaskónat (4, f. ilja- skónai — af il, en ekki ylur), og Dslýturt. (4, f. þrífur og slítur), Mfunumt (4, en fáeinum línum seinna rétt: býfunum), vtigjubumt (34, f. týgjuðum), -ofegjuhit. (207, en fám línum síðar rétt: þegiðu), »hengt« (212, f. hegnt), ogengtt. (217, en nokkrum línum síðar rétt: gegnt), •nvitfyrringur« (125, f. vitfirringur) o. s. frv. Sem dæmi upp á setning greinarmerkja skulum vér aðeins tilfæra þetta: »Niðri í eldhúsinu, glamraði hærra í fötum, byttum og diskum, og eftir dálitla stund, var kipt tvisvar fast í bjölluna. . .Hana notuðu þau bæði vetur og sumar, fyrir daglega stoíu og baðstofu« (bls. 6). xÞér eruð, vínþekkjari, herra Jens« (11). Af prentvillum er öll bókin svo morandi, að-ekki veitti af sex tilberum, ef tína ætti þær saman allar. Vér skulum, svona rétt til srnekks, aðeins benda á þessar: »«/«/« (4, f. álút); *pes* (34, f. þess — í þessari heldur en ekki snotru(!) málsgrein: íÞannig tígjuðum ber hon- um að stríða, sem stríðsmanni drottins, er sundurrífur kok Helvítis og sundurtreður þes búk«); »en Kalöeignina (f. -eignin) er einmitt þús- und Hartkornstunnur lands* (162); »hún gerði sér í hugarhund* (199; f. hugarlund); nhant. (f. hann á ótal stöðum) o. s. frv. Eimreiðinni hefir alveg nýlega verið send þessi bók, en íslenzkum blöðum mun hún hafa verið send 1910. En hvernig stendur þá á því, að þau þegja við öðru eins? Finna þau ekki til neinnar skyldu til að taka í lurginn á þeirn, sem í svo stórkostlegum mæli misbjóða tungu vorri og bókmentum? Það má þó ekki mtnna vera. en að alþýða sé vöruð við að kaupa annan eins óhroða og þetta. Og það á ekki að gera neinum höfundi vært, sem dirfist að bjóða þjóðinni slíkt. f’ví hvað stoðar, þó efnið sé gott, þegar það er framreitt í búningi, sem hlýtur að vekja viðbjóð hjá öllum, sem einhverja vitund hafa af fegurðarsmekk. V. G. G. T. ZOÉGA ENSK-ÍSLENZK ORÐABÓK 2. útg. Rvík 1911. Fyrsta útgáfan af þessari bók kom út fyrir 15 árum (1896), og er gleðilegt að sjá, að ekki hefir þó þurft lengri tíma til þess, að hún Bágt var það, en bót er sú: yrkja kunni afi þinn, þó ekki kuntir þú.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.