Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 11
87
sem hann kynni betur að sjá en þau. Annars hefir þetta hent
marga konu, að giftast manni, sem hún unni ekki. Og ég hygg,
að þær skilji ekki sjálfar, hversvegna þær breyta á þann hátt.
Stundum ganga vel gefnar konur og vel gerðar að eiga illa gefna
menn og illa gerða. þessháttar breytni kvenna verður varla skýrð
á rökfræðislegan hátt.
Útlend kona hefir kveðið kvæði um Kjartan og Guðrúnu, og
man ég eitt orðalag hennar um kynsystur sína. Hún segir á þá
leið, að ást, sem var hungraðri en Helja, hafi valdið dauða Kjart-
ans Ólafssonar. fetta er stórum vel að orði komist. Ást, sem er
hungraðri en Helja! — Er hún nokkuð annað en vitstola ábrýði?
— þar sem Guðrún á í hlut.
Hefnigirni og ábrýði Guðrúnar vóru tvær straumkvíslar, sem
runnu saman ( eina á, flúðótta og strengjamikla. Þessi meginelfur
myndaði fossfall, þegar tilfinningar Guðrúnar æstust sem mest,
við skapraunirnar, sem Kjartan hafði í frammi. Og hún hratt
Kjartani í þennan foss.
Hún hló kaldan hlátur á hamrinum sínum. En Bolli sá í hug
hennar. Hann gat ekki orða bundist og lét í veðri vaka, að henni
mundi minna hafa brugðið, ef þeir, bræður hennar og bóndi,
hefðu legið dauðir á vígvellinum, en Kjartan hefði átt frá tíðind-
um að segja.
Pað rættist á Kjartani og Guðrúnu, að sitt er hvað: gæfa
og gjörfileiki. Pau hafa verið, ef til vill, fríðust sýnum og bezt að
sér ger allra íslenzkra manna í fornöld. Sagan lýsir þeim þannig
að minsta kosti. En þó er sagan þeirra harmsaga, og kalla má,
að blóði rigni yfir þau bæði af himni sögunnar.
Segja má, að þau hafi verið smiðir gæfu sinnar og ógæfu,
og hafi mátt sjálfum sér um kenna. En er það nú víst? Ráðum
vér við sjálfa okkur æfinlega, vesalings mannkindurnar? Og hver
veit það fyrirfram, hvað drífa muni á dagana, síðar?
Hver vill verða til þess, að kasta fyrsta steininum á þá
menn og konur, sem sólmyrkvi hamingjunnar verpur á dimmasta
drunga?
Sá steinn mætti verða mosavaxinn.