Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 50
126
siglutoppana bera saman, og dáðist ákaflega að skipstjóranum
sínum dæmalausa. Hann hélt trúlega vörð alla nóttina. fegar
daga tók, kom á þoka, hvít og þykk, svo hann sá hvergi og
varð nú að reyna á hlustirnar. Kaas var svo heppinn, að kunna
dálítinn graut í þýzku, svo hann var hvergi smeykur; hann skyldi
svei mér geta skorið úr, hvenær þeir væru komnir til Pýzkalands.
Að áliðnum morgni heyrði hann einhvern hávaða fyrir stafni,
eins og af mannaferð. Hann lamdi hælunum í þilfarið, og rétt á
eftir kom Jakob í uppgönguna.
»Jæja, þá erum við líklega komnir,« sagði hann og, hlustaði
til lands, — »já, það grunaði migl Heyrðu til, Kaas minn — —
þetta er þýzkur skarkali! Pað er bezt við vörpum akkerum, þang-
að til sólin rýfur þokuna.«
Kobbi tók við stýrissveifinni, en Kaas haltraði aftur til vind-
utinar; en áður en akkerið náði botni, stóð skútan grunn.
»Hver skrambinn!« gall í Kobba »við erum víst komnir held-
ur nærri í’jóðverjanum! Jæja þá, við mælurn dýpið, laxi. Losaðu
um lóðlínuna?«
Kaas haltraði frá borði til borðs með lóðið, stórhrifinn af
snarræði skipstjóra. Pað var karl í krapinu, hann Kobbi, og kunni
ráð við hvívetna!—Hann mældi dýpið á allar hliðar, og gat sagt
upp á þumlung, hvernig þeir stóðu. — Svo settust þeir á stór-
lúkuhlemminn, kveiktu í pípunum og biðu þess að þokunni létti.
Peim varð skrafsamt um skarkalann í landi, og kom hann
þeim svo ókunnuglega fyrir, að þeir brutu árangurslaust heilann
um, frá hverskonar verkum hann gæti stafað.
»Pessar hjólbörur skrækja nú reyndar ekki ólíkt hjólbörunum
hans Rasmusar Kjöllers heima;« sagði Kaas alt í einu, og lagði
við eyrað. — »Ég vildi gefa mikið til, að við værum komnir
klakklaust heim aftur.«
Peir heyrðu nú málæði í landi, en ekki orðaskil. »Pað er
þýzka,« sagði Kobbi, —- ^Éeir tala alténd eins og þeir hefðu
heita kartöflu uppi í sér.«
Loks sáu þeir kirkjuturn upp úr þokunni.
Nei, líttu á!« hrópað Kaas. »Vindhaninn hangir þá á annarri
tánni — alveg eins og heima.«
»Já svei mér ekki! Og líttu á bryggjusporðinn, Kaas! Leir
hafa farið að okkar dæmi, og lengt hann um tíu álnir.«
Éokunni létti smámsaman, og undrandi sáu þeir, að þorp-