Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 46
122 Þýzkalandsför Kobba gamla. Eftir MARTIN ANDERSEN-NEXÖ. Pað bar til tiðinda einn góðan veðurdag, milli tveggja Pýzka- landsferða, að Morten skipstjóri Andersen rólaði heim og fór í bólið. Konan hans holduga, sem annars altaf var að smyrja sér aukabita, lagði því, aldrei þessu vant, frá sér brauðhnífinn, þerði fingurna á ístrunni og hjálpaði honum upp í rúmið. sPú ert víst skrambi lasinn, Morten mir.n,« sagði hún í með- aumkvunarróm, og stakk hendinni niður undir yfirsængina, til þess að vita, hvort það væri kominn hiti í sköpunarfærin. »Pað er úti um mig, hreint og beint,« svaraði Morten Ander- sen rólegur. Konan hlúði að fótunum á honum og bjóst svo að heiman, til þess að tala við hringjarann, líkkistusmiðinn og slátrarann. En þó þetta gengi nú rökrétt og rólega alt saman, lá þó við, að það mundi ætla að hafa alvarleg áhrif á daglega lífið í þorpinu. Það var ekki siður þar, að fara í rúmið, þó maður fengi kveisu; háttaði einhver fyrir venjulegan háttatíma, þá var ekki að sökum að spyrja, að von var á breytingu. Morten skipstjóri Andersen hafði staulast heim með aðra hendina aftan á lendinni! — Pá varð að skygnast um eftir einhverjum öðrum til að stjórna skútunni »Andreas«. Maður skyldi nú ætla, að ekki hefði veitt örðugt að finna mann til að taka við af honum, þarna, þar sem kalla mátti, að hver maður væri fæddur með stýrissveif í hendinni. Borgundar- hólmsbúar eru »jafnvígir« á sjómensku, steinsmíði og jaröyrkju, og skifta jafnaðarlega um atvinnuveg nokkrum sinnum á æfinni. Flestir bændur og iðnaðarmenn bæjarins þektu sjóinn og leiðir hans af eigin raun; áður en þeir settust um kyrt á þurlendinu, höfðu þeir kannað Kína- og Malabarstrendur, allflestir — og það einmitt í þá góðu gömlu daga, þegar það enn var list að sigla. Okkur drengjunum þótti matur í að hlusta á gömlu, fótstirðu fausk- ana, þegar þeir að afloknu dagsverki mættust á marbakkanum niður við höfnina og heltu sér út yfir seglskipin úti fyrir — fyrir seglbúnað þeirra og stjórn. En nú, þegar ljómandi tækifæri bauðst, til þess að sýna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.