Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 6
82 rún komin á þroskaaldur. Nú gerist hún fyrst torskilin. og þau Kjartan bæöi saman og hvort í sínu lagi. En eitt er alveg augljóst í sögunni, og alls ekki torskilið, en það er þetta: að Guðrúnu er misboðið hvað eftir annað. Faðir hennar misbýður henni fimtán vetra, þegar hann giftir hana nauð- uga f’orvaldi. Þorvaldur misbýður henni, þegar hann laust hana kinnhestinn, og Kjartan misbýður henni, þegar hann ræðst til utanfarar og synjar henni fars með sér. Og hví mundi hann synja henni farsins? Hann var þó búinn að heita henni fyrir einu augnabliki, að veita henni bæn sína, hvers er hún beiddi. Hann synjar henni um farið af þeim sökum, að hún er — kona. Nærri má geta, hvernig þessi misendi öll saman hafa farið með skap Guðrúnar. Hún var skapstór kona og á þann hátt var hún skapi farin, sem skapmiklir karlmenn eru. — Hún var ekki eldfim á þann hátt, sem tilfinninganæmar konur eru, eða vóru. Hún var langrækin, en stökk ekki upp í fljótum hasti. Skapferli hennar er ágætlega málað, þegar Porvaldur laust hana kinnhestinn, bóndi hennar, sem hún var nú skilin við. Pá mælti Guörún: »Nú gaftu mér þat, er oss konum þykkir miklu skifta, at vér eigum vel at gert, en þat er litarapt gott.«—Þetta eru engin stóryrði. En þó þótti Guðrúnu þetta svo mikil mótgerð við sig, að húti sagði skilið við bónda sinn. Guðrún kunni einnig að dylja skap sitt, þegar Bolli var veg- inn, bóndi hennar. Pá gekk Helgi Harðbeinsson að henni, með blóðugt spjótið og þerði blóðrefilinn á blæjuenda Guðrúnar. Hún brosti þá. En tólf vetrum síðar var henni »þessi atburður nýr«, og þá kom hún fram hefndum á Helga Harðbeinssyni. Kjartan bað Guðrútiu að bíða sín þrjá vetur, þegar hann fór utan. — Guðrún svaraði: »Engu heiti ég þér um þat.« Kjartan fór þá til Noregs og komst í kærleika við Ólaf konung Tryggva- son — svo mikla kærleika, að kalla má, að konungur byði hon- um systur sína Ingibjörgu. Kjartan sat oft á tali við hana og hefir þeim bersýnilega getist vel hvoru að öðru. Bolii fór út hingað fyrri en Kjartan og mælti hann við Kjart- an á þá leið, að skilnaði, að augljóst er, að Bolli hefir haldið, að Kjartan mundi taka Ingibjörgu fram yfir Guðrúnu. Hann mælti á þá leið, að Kjartan myndi »fátt þat, er á Islandi er til skemtanar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.