Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.05.1912, Qupperneq 74
lífinu. Hún mátti því muna tvennar tíðirnar. Efnið er sannsögulegt, og vel lagað fyrir skáld til að spreyta sig á, enda hafa fleiri skáld haft það til meðferðar. En meðferð J. P. Jacobsens ber af þeim öllum, og er það einkum stílsnildin, sem gerir það að verkum. Það er því eigi lítill vandi að þýða bæði þessa og aðrar sögur J. P. Jacobsens á aðr- ar tungur, því eigi lesandinn að fá nokkra hugmynd um meistaraskap hans, þá verður þýðandinn að hafa viðlíka tök á sinni tungu, eins og J. P. Jakcobsen á dönskunni. En hér verður eitthvað annað uppi á teningnum, þegar til þýð- ingarinnar kemur. f’ví þó dágóð tilþrif megi finna í henni á sprett- um, þá er hún samt yfirleitt hrein og bein handaskömm. Að þessu kveður svo ramt, að vér minnumst ekki að hafa séð jafn-hneykslan- legan frágang á nokkurri íslenzkri bók nú langa lengi. Þar rekur hvað annað: dönskusletturnar, málleysurnar, stafsetningarvillur, greinarmerkja- villur og prentvillur. Og af þessu öllu er bókin svo morandi, að engin tiltök eru að sýna þetta, eins og það er, því á sumum blaðsíðum er varla nokkur lína villulaus. En svo að ekki verði sagt, að þetta sé helber sleggjudómur út í loftið, skulum vér þó tilfæra nokkur dæmi, til að finna orðutn vorum stað. Snemma byrja barnamein. Undir eins á i. blaðsíðunni rekumst vér á söguhetjuna í fjólubláum nhvergarnskjóli, »sem er ermavíður eins og kirtill«. Hætt er við, að íslenzkir lesendur, sem ekki kunna dönsku, hafi litla hugmynd um, hvað »hvergarnskjóll« er. Á »hver- garn« að þýða »hveragarn« aða »hvers manns garn« ? Skárra hefði verið verkgarn, sem er hin upprunalega mynd danska orðsins (úr mlágþ. werkgarri), en einfaldast hefði verið, og næst legið, að þýða »Hver- garnskjole« með dúkkjóll (sbr. dúksvunta) eða einskeftukjóll; Það hefði verið nægilega nákvæmt, þó »Hvergarn« reyndar sé blendingsdúkur, þar sem uppistaðan er hörþráður en ívafið ullarband. Þess konar blendingsdúk brúka menn nú ekki á íslandi, en þar mundi hœrings- dúkur verða nokkurnveginn samsvarandi, og »hæringskjóll« því verða líkur að gæðum og útliti eins og »Hvergarnskjole«. — En svo var kjóllinn ermavíður eins og kirtill! Hafa menn nokkurntíma heyrt talað um að kirtill (d. Kirtel) hafi ermar? Skyldi ekki hér eiga að standa kyrtill (d. Kjortel)} En prentvilla er þetta samt ekki, því á bls. 4 stendur: »Hann rífur af henni kirtilinn og undirkirtilinn,i. sem sýnir, að þýðandinn kann ekki að gera greinarmun á »kirtli« og »kyrtli« á íslenzku, fremur en að hann kunni ekki skil á »Kirtel« og »Kjortel« á dönsku. Á sömu bls. (1) er talað um f>slaufu á brjóstinu« og vslaufur áskónum*. Eitthvað íslenzkulegra væri boróalykkja. borbaknýti eða jafn- vel tygilhnútur, sem vel mætti kalla »Slöjfe« á íslenzku, þegar tekið er tillit til uppruna og upprunamerkingar útlenda orðsins. Þar er og talað um að ganga »í stöbugum krókum«, eins og til væru líka óstöð- ugir krókar, en þessir hefðu nú ekki haggast. Nei, meiningin er nátt- úrlega í sífeldum (látlausum), krókum. En »stöðugur« lá svo nærri danska orðinu »stadig«. Á bls. 2 eru -iimorgunfrúrnari hjá nlavendel- beðunumi orðnar uppgefnar á allri mótstöðu og horfa beint framan í sólina. Menn skyldu halda, að hér væri verið að tala um einhverjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.