Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 17
93
endurminningu skálda og fræðimanna, sem þessar konur. Harm-
saga Sigurðar og Brynhildar lifir enn á vörum alþýðu ýmissa
landa í ýmsum myndum. Pau ganga enn þá mann frá manni eft-
ir þúsundir ára. Mér er sagt, að Færeyingar eigi mörg kvæði í
vitum sínum um Sigurð og þykja þau stórum vel kveðin. Forn-
skáldin okkar ortu mörg kvæði um Sigurð og Brynhildi og Guð-
rúnu, og eru þau svo vel kveðin og djúpúðig, að málsnild og
orðhepni hafa hvergi rist dýpra í norrænum bókmentum.
En torskildar eru konur þessar, þeim mönnum, sem nú lifa
og skoða þær í gegnum gleraugu vorra tíma. — Guðrún er enn
þá undarlegri en Brynhildur. Hún elskar Sigurð bónda sinn og
lætur enga ábrýði í ljós, þótt hún viti vel, að hann ann Bryn-
hildi. — Hún er fyrirtaks kona í háttum, meðan hún hefir Sigurð,
enda átti hún hann viljug. En svo er hún grimm í sambúðinni
við Atla, að þá sker hún sonu sína á háls og matreiðir þá handa
honum.
En þá fer henni líkt og Signýju Völsungsdóttur: Hún vill
ekki lifa.
Brynhildur og Guðrún eiga sammerkt á þann hátt, að til-
finningar beggja eru eins og æstar öldur, sem brotna á skerjum
með miklum gný.
Hugarfar sumra manna er þvílíkt stundum, sem hafrót í stór-
viðri, einkum kvenna.
Sjómenn hafa sagt mér, þeir sem verið hafa úti á rúmsjó í
ofviðri, að stundum verði skip þeirra fyrir svokölluðum breksjóum.
Peim er kynlega háttað. Peir eru á þann hátt, sem öldur eru, en
þó miklu stærri og veigameiri, svo að þeir taka yfir hvert skip
og brotna uppi í reiða skipsins. Enginn veit hvernig þeir mynd-
ast. En getgátur eru um orsök þeirra. Haldið er, að þeir séu
samruni ýmissa afla, storms og strauma, á þann hátt, að stormur
og samanskollnir straumar hefji þá upp úr hyldýpinu og magni
þá risavexti og kyngikrafti.
Pessir breksjóar valda oft skipsköðum og manntjóni.
Mér koma breksjóarnir í hug, þegar ég hugsa um kvenskör-
unga fornaldarinnar, sem unnu voðaverkin.
Aðalorsök breksjóanna er stormurinn.
Og aðalorsök ódáðaverka kvennanna, sem ég hefi nú haft
að umræðuefni, er brennandi ást, sem orðið hefir fyrir svikum og
vélráðum, og snúist í ábrýði eða þá hatur.
7