Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 49
125
tal mörgu öðru góðu í þorpinu. Skollinn mátti vita, hvernig á
því stóð! — en þann morgun var það í almæli að Jakob ætlaði
sjálfur að sigla skútunni til Pýzkalands.
Pað var afarspennandi, og honum var sent margt hornaugað
þann daginn. Ýmislegt gæti nú verið að athuga, þó hann nú
reyndar væri alkunnur sjógarpur. Pað væru þó fleiri en hann,
sem bæru skynbragð á sjó. Sumir dirfðust jafnvel að yrða á
hann, en Kobbi beit þá óþyrmilega af sér. Til þýzkalands, barna-
leikur! Maddama Jungemann færi á hverjum morgni yfir götuna til
að sækja mjólk, og ætti þá að sækja yfir tvær saurrennur—hana
gætu þeir spurt um siglinguna.
Menn þögnuðu þá, fyrst ekki var annars kostur — og hlökk-
uðu ákaflega til. Allar þær ferðir, sem Kobbi hafði hingað til
farið, höfðu orðið jafnmörg þjóðfræg afreksverk; það héngu æfin-
týri í lausu lofti eftir hverja þeirra;—honum mundi tæpast verða
viðburðavant að þessu sinni heldur.
Sjálfur stóð Kobbi við afgreiðslu í búð sinni, eins og ekkert
væri um að vera, — þangað til á laugardagskvöldið. Pá stakk
hann búðarlyklunum í buxnavasann og sté á skip. Hanti tók sér
til fylgdar Kaas þurrabúðarmann, sem einu sinni hafði verið skips-
kokkur, og kunni að matreiða þýzka kekki.
Pað var uppi fótur og fit á þorpsbúum þegar þeir létu í haf
—• loksins auðnaðist þeim þá að sjá Kobba gamla á skipsfjöl!
Menn höfðu ekki gert sér neinar smáræðis hugmyndir um sjó-
tnensku hans, enda varð ekki annað sagt, en að hann svaraði
fyllilega til þeirra. Skipanirnar ultu út úr honum eins og þórdun-
ur, og það gekk kynjum næst, hvílíku fjöri hann gat hleypt í
gamla Kaas, og látið hann vera á þönum, þó haltur væri.
Pegar Andreas var kominn út á rúmsjó, svo að svifvind-
arnir frá landi náðu honum ekki lengur, ákvað Jakob stefnuna og
iét gamla Kaas taka við stýrissveifinni.
»Sjáðu bara um að halda stefnunni,« sagði hann. »Pú stýrir
eftir stjörnunum, og ef fyrir þær dregur, þá hefurðu siglutoppana.
Kallaðu svo á mig, þegar þú eygir þýzku ströndina.« Að svo
niæltu tók hann á sig náðir, eins og hver annar freigátuskipstjóri
— jafnrólegur eins og hann hefði verið að hringsólast á drag-
kistunni hennar mömmu sinnar.
Kaas stýrði beint af augum og glápti í allar áttir eftir þýzku
ströndinni. Hann ruglaðist í stjörnunum, en gætti þess, að láta
9