Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 1

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 1
Konur 1 fornöld. Alþýðuerindi. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. Víga-Glúmssaga bregður upp tveim myndum af konum, og eru báðar næsta miklar sýnum. Báðar birtast þær í draumi skáld- auga Víga-Glúms, og er það því engin furða, þótt undir þær hilli, Sagan segir frá fyrri konunni á þennan hátt: »Pat er sagt. at Glúm dreymdi eina nótt: Hann þóttist verá úti staddr á bæ sínum ok sjá út til fjarðarins. Hann þóttist sjá konu eina ganga utan eftir héraðinu ok stefndi þangat til Pverár; en hon var svá mikil, at axlirnar tóku út fjöllin tveggja vegna. En hann þóttist ganga úr garði móti henni ok bauð henni til sín. Ok síðan vaknaði hann. Öllutn þótti undarligt, en hann segir svá: Draumur er mikill ok merkiligr, en svá mun ek hann ráða, at Vigfúss móðurfaðir minn mun nú vera andaðr, ok mundi kona sjá vera hamingja hans, er fjöllum hærra gekk . . . ok hans ham- ingja mun leita sér þangat staðfestu, sem ek em.« Draumurinn rættist á þann hátt, sem Glúmur gat til. Vigfús móðurfaðir hans var þá andaður úti í Noregi. Og nú gerðist Glúm- ur gæfumaður um langt æfiskeið og héraðshöfðingi Eyfirðinga, svo að hann bar yfir þeim ægishjálm. Pessi draumsjón er einstök í fornsögunum, að því leyti, hve stór hún er og mikilfengleg. Að því leyti minnir hún á andana í 1001 nótt, sem vóru risar að vexti, er mændu til himins. Kon- an tekur út fjöllin með öxlunum. Eftir því að dæma mundi hún vera míla á breidd. Sú kona mundi vera mikil fyrir sér og máttug. Sjaldan er um hugsunarsamræmi að tala í draumum. En þó er það svo, að í þeim koma fram hugsanir og menningarþroski þjóða og manna. Hvern mann dreymir helzt um þau efni, sem honum eru hugstæðust í vökunni. Og þó að draummyndirnar séu oftast dularfullar, eru þær samt runnar af þeim rótum, sem vitund 6

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.