Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 20
9<5 Á tveim fundum var ég í landfræðisfélaginu í Berlín. Á öðr- um fundinum flutti ég, eftir ósk Pencks, erindi um jarðfræði og landfræði Islands, sem síðan hefir verið prentað í tímariti fjelags- ins. Umræður urðu nokkrar eftir á. Penck talaði auðvitað bezt og gat þess, að Islendingar hefðu sjálfir drýgstir orðið til að rann- saka og skilja land sitt, og væri slíkt furða um jafn-fámenna þjóð. Hvatti hann jafnframt landa sína til að veita íslandi meiri eftirtekt, en þeir hefðu gert. Gaman var að heyra, hvað laglega Penck fór að koma áheyrendum í skilning um, hversu örðugt og víðáttumikið land Island er, og hefði ekki þurft meira til að sannfærast um, hvílíkur listakennari hann er. Á hinum fundinum var það Norðmaður sem talaði, Isaachsen höfuðsmaður. Varð ég þess að vísu ekki var, að hann hefði fund- ið neinar vísindalegar nýjungar, en ferðasaga hans var fróðleg, og margar góðar landslagsmyndir. Frá Spitzbergen var það, sem hann sagði, og hafði furstinn af Monaco kostað förina. Er Isaach- sen rösklegur maður og hafði verið í för með Sverdrup á »Fram« Nansens. Eftir fyrirlesturinn var skotið á veizlu og hefi ég aldrei verið í samkvæmi með jafn-víðförlum veizlugestum. Sumir vóru komnir norðan frá Spitzbergen, en aðrir austan úr Miðasíu. En ýmsir höfðu farið víða um lönd beggja megin Atlantshafs og miðbaugs jarðar. Par var sonur skáldsins Jónasar Lie, úr sendi- nefndinni norsku, lítill maður, hvatlegur. Kom mér til hugar, er ég heyrði til þeirra Isaachsens, eins og oftar er ég heyri Norð- menn tala dönsku (norsku kalla þeir það), maður sem hleypir óragur á kargaþýfi, en vill verða ógreiðfært, þó að hann sé ekki illa ríðandi. Finst mér eftirtektarvert mjög það stríð, sem er milli þess, sem Norðmenn hugsa, og þess, sem þeir tala. Forfeðurn- ir töluðu miklu lengur norrænu, en niðjar þeirra dönsku, og norrænan, neðst niðri í vitund þeirra, vill toga þá frá dönskunni. Þessvegna er það, sem þeir bera svona undarlega fram »au« til að mynda, eins og í fjallsnafninu Gausta. Par er hvorki íslenzkt >au« né danskt. En raunar er þetta upphaflega bæjarnafn : Gauts- staður, og er þetta lítið sýnishorn þess, hve hryggilega norrænan er farin í Noregi. En þarna í landfræðisfélaginu í Berlín mátti sjá allmarga for- ingja úr hinum fræga, þýzka her. Vóru það gervilegir menn að sjá, enda eiga þeir betri kost mentunar, en flestir aðrir, bæði að skynsemi, vilja og vöðvum. Ymsir af mönnum þessum vóru aðals-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.